Erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar - ályktanir aðalfundar

Málsnúmer 2511010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 898. fundur - 13.11.2025

Fyrir liggja ályktar frá aðalfundi Framfarafélags Ólafsfjarðar. Framfarafélagið ályktar þar um vatnsmál í Ólafsfirði, bæði hvað varðar kalt og heitt vatn, fiskeldi í Eyjafirði og samgöngumál.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í ályktunum Framfarafélagsins varðandi stöðu á köldu vatni og þegar hefur málið verið sett í farveg með upplýsingasöfnun varðandi hættumat vatnsveitunnar. Varðandi ályktun um heitt vatn felur bæjarráð bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga hjá Norðurorku varðandi áætlanir til skemmri og lengri tíma.

Bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar hafa þegar bókað bæði um laxeldi og samgöngumál á utanverðum Tröllaskaga. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að tekin verði ákvörðun um laxeldi í Eyjafirði eins fljótt og kostur er til þess að þeir aðilar sem í hyggju hafa að hefja uppbyggingu í sveitarfélaginu fái svör vegna fyrirætlana sinna.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggja ályktarnir frá aðalfundi Framfarafélags Ólafsfjarðar en erindið hefur þegar verið tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar