Hafnarsvæðið í Fjallabyggð

Málsnúmer 2510060

Vakta málsnúmer

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 21.10.2025

Nefndin fór í vettvangsferð á hafnarsvæðið í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin telur mikilvægt að gámageymslusvæði og geymslusvæði fyrir smábáta og kerrur verði skipulagt og lagfært fyrir næsta vor. Jafnframt felur nefndin framkvæmdasviði að boða til fundar með hagsmunaaðilum við hafnarsvæðið til þess að fara yfir framtíðarskipulag og frágang á svæðinu en ástand þess er verulega ábótavant og þarfnast sameiginlegs átaks til þess að það hafi t.d. aðdráttarafl vegna ferðaþjónustu en í stefnumótun Fjallabyggðarhafna um Ólafsfjarðarhöfn segir að höfnin eigi að vera leiðandi í þjónustu m.a. við sjávartengda ferðaþjónustu. Ásýnd svæðisins er langt frá því að "skapa aðlaðandi rekstrarumhverfi fyrir fjölbreytta sjávartengda ferðaþjónustu.." eins og segir í stefnumótun.