Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl

Málsnúmer 1701091

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30.01.2017

Vísað til umsagnar
Lögð fram drög að samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) vegna reksturs á skíðasvæðinu Tindaöxl í Ólafsfirði. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-og menningarmála að fylgja málinu eftir við SÓ.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 06.03.2017

Undir þessum dagskrárlið vék Kristján Hauksson af fundi.

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur lokið umsagnarferli sínu á samningnum sem liggur fyrir.
Nefndin samþykkir ofangreindan samning með áorðnum leiðréttingum. Nefndin vísar afgreiðslu þessa máls til bæjarráðs.