Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 1703003

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 06.03.2017

Dagana 5.-7. apríl nk. mun Ungmennaráð Íslands (UMFÍ) standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK LEIÐTOGAR NÚTÍMANS".
Rástefnan fer að þessu sinni fram á Hótel Laugabakka í Miðfirði.
Nefndin vísar erindinu til umfjöllunar í ungmennaráði.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 14. fundur - 16.03.2017

Rætt var um ráðstefnu Ungmennaráðs Íslands (UMFÍ) sem haldin verður í níunda sinn dagana 5.-7. apríl á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Hvert ungmennaráð hefur tækifæri til þess að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna.
Haukur Orri Kristjánsson nefndarmaður í ungmennaráði Fjallabyggðar er í stjórn Ungmennaráðs Íslands og mun fara fyrir hönd Fjallabyggðar.