Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

155. fundur 27. október 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Innra mat Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2510070Vakta málsnúmer

Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra kom á fundinn og fór yfir innra mat og ýmis mál.

1.
Stöðunni á innleiðingu á nýjum hæfniviðmiðum Aðalnámskrár Grunnskóla.
2.
Vinnu við námsmat.
3.
Áætlun innra mats til næstu þriggja ára.
4.
Mundýjarsjóður
5.
Skólahald fyrstu vikurnar
Lagt fram til kynningar
Ása fór yfir stöðuna á innleiðingu á hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og námsmat.

Nú er að koma mynd á langtímaáætlunina um innra mat sem er til þriggja ára. Gæðaráð fundar aðra hverja viku og ákveðnir þættir metnir byggðir á fyrirliggjandi gögnum.
Á þessu skólaári er áherslan á að meta stjórn og faglega forystu og svo tekur við mat á námi og kennslu og innra mati.

Skólastarfið gengur ágætlega þessar fyrstu vikur. Eru að taka þátt í tveimur norrænum verkefnum og nokkrir í kennaranámi.
Alþingi kom í heimsókn um daginn og hélt kynningu fyrir nemendur og þau tóku þátt í verkefnum.

Ása fór yfir Mundýjarsjóð og fyrirhugaða Mundýjarstofu sem á að hýsa skólabókasafn.


2.Umsókn um fræðslustyrk

Málsnúmer 2509105Vakta málsnúmer

Umsókn um fræðslustyrk frá foreldrafélagi Leikskála
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til lokaafgreiðslu.

3.Umsókn um fræðslustyrk

Málsnúmer 2510001Vakta málsnúmer

Umsókn um fræðslustyrk frá foreldrafélagi Leikhóla
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til lokaafgreiðslu.

4.Umsókn um fræðslustyrk

Málsnúmer 2510005Vakta málsnúmer

Umsókn um fræðslustyrk frá íþróttaskóla Halldórs og Jónínu
Afgreiðslu frestað
Nefndin fól sviðsstjóra að afla frekari gagna.

5.Starfsemi Neons 2024-2025

Málsnúmer 2410067Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi Neon haustið 2025
Lagt fram til kynningar
Karen Sif Róbertsdóttir fór yfir dagskrá félagsmiðstöðvarinnar í haust.

6.Stækkun leikskólans Leikhóla í Ólafsfirði - erindi frá foreldrafélagi

Málsnúmer 2510069Vakta málsnúmer

Erindi frá foreldarfélagi Leikhóla.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur áherslu á fyrri afgreiðslu vegna sama máls og ítrekar nauðsyn þess að úr húsnæðisvanda Leikhóla verði leyst.

7.Ráðstefna ungmennaráða

Málsnúmer 2510053Vakta málsnúmer

Nemendum í ungmennaráði er boðið að taka þátt í ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri sagði frá ungmennaþingi sem Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í byrjun desember. Gert er ráð fyrir að þrjú ungmenni fari úr ungmennaráði Fjallabyggðar á þingið ásamt Karen, umsjónamanni í Neon.

Fundi slitið - kl. 18:00.