Innra mat Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2510070

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 27.10.2025

Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra kom á fundinn og fór yfir innra mat og ýmis mál.

1.
Stöðunni á innleiðingu á nýjum hæfniviðmiðum Aðalnámskrár Grunnskóla.
2.
Vinnu við námsmat.
3.
Áætlun innra mats til næstu þriggja ára.
4.
Mundýjarsjóður
5.
Skólahald fyrstu vikurnar
Lagt fram til kynningar
Ása fór yfir stöðuna á innleiðingu á hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og námsmat.

Nú er að koma mynd á langtímaáætlunina um innra mat sem er til þriggja ára. Gæðaráð fundar aðra hverja viku og ákveðnir þættir metnir byggðir á fyrirliggjandi gögnum.
Á þessu skólaári er áherslan á að meta stjórn og faglega forystu og svo tekur við mat á námi og kennslu og innra mati.

Skólastarfið gengur ágætlega þessar fyrstu vikur. Eru að taka þátt í tveimur norrænum verkefnum og nokkrir í kennaranámi.
Alþingi kom í heimsókn um daginn og hélt kynningu fyrir nemendur og þau tóku þátt í verkefnum.

Ása fór yfir Mundýjarsjóð og fyrirhugaða Mundýjarstofu sem á að hýsa skólabókasafn.