Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

88. fundur 17. ágúst 2020 kl. 16:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll, Tómas A. Einarsson sat fundinn í hans stað.

1.Skólaárið 2020-2021, skólastarf grunnskólans

Málsnúmer 2008010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir starfið í skólabyrjun en 215 nemendur eru skráðir í skólann. Einnig fór hann yfir fyrirhugaða skólasetningu og breytingu í starfsmannamálum. Þá óskaði skólastjóri eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með leikskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.

2.Frístund 2020-2021

Málsnúmer 2008016Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skráning í Frístund stendur nú yfir. Í 1.-4. bekk eru skráðir 93 nemendur sem eiga kost á Frístund. Fjögur íþróttafélög þ.e. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói, tónlistarskólinn og Bjarney Lea Guðmundsdóttir danskennari bjóða upp á frístundastarf í Frístund á haustönn en auk þess er boðið upp á sund og hringekju sem starfsfólk grunnskólans sér um.

3.Skólaárið 2020-2021, skólastarf leikskólans

Málsnúmer 2008012Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Skólastjóri fór yfir starfið í byrjun skólaárs. Nýtt skólaár hófst 10. ágúst síðastliðinn. Einnig fór skólastjóri yfir starfsmannahald og breytingar á undirbúningstíma starfsmanna m.t.t. nýrra kjarasamninga. Skólastjóri og fulltrúi starfsmanna leikskólans lýstu yfir ánægju sinni með nýja lóð Leikhóla sem þykir afar vel heppnuð. Þar sem þessum áfanga er lokið hafa nú allar skólalóðir leik- og grunnskóla í Fjallabyggð verið endurnýjaðar. Skólastjóri óskaði eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með grunnskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.

4.Vetraropnun - Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2008014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar. Hann fór yfir fyrirhugaðan opnunartíma íþróttamiðstöðvar komandi vetur. Opnunartíminn verður með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur með fyrirvara um lokun vegna þrifa og sótthreinsunar um hádegisbil. Vetraropnun íþróttamiðstöðvar tekur gildi 1. september og verður auglýst þegar nær dregur á vef Fjallabyggðar.

5.Starfsemi Neon

Málsnúmer 2005012Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal unglinga í Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vor um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon lagðar fram til kynningar. Könnunin var framkvæmd miðvikudaginn 27. maí í grunnskólahúsinu í Ólafsfirði. Lagðar voru fyrir 3 spurningar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin náði til vill að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur Vinnuhóp um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon til að vinna málið áfram í anda niðurstaðna könnunarinnar. Nauðsynlegt er að finna félagsmiðstöðinni framtíðarhúsnæði þannig að starfið búi við góðar aðstæður og efla megi faglegt starf hennar.

Fundi slitið - kl. 18:00.