Frístund 2020-2021

Málsnúmer 2008016

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17.08.2020

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skráning í Frístund stendur nú yfir. Í 1.-4. bekk eru skráðir 93 nemendur sem eiga kost á Frístund. Fjögur íþróttafélög þ.e. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói, tónlistarskólinn og Bjarney Lea Guðmundsdóttir danskennari bjóða upp á frístundastarf í Frístund á haustönn en auk þess er boðið upp á sund og hringekju sem starfsfólk grunnskólans sér um.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10.06.2021

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í Frístund í vetur, framboð og fyrirkomulag. Frístund hefur verið vel nýtt og er nýtingin allt að 93%. Ánægjulegt er að sjá greinilega aukningu á nýtingu milli ára og telur fræðslu- og frístundanefnd að með þessu starfi sé grunnur lagður að heilsueflingu barna og auknum félagsþroska.