Skólaárið 2020-2021, skólastarf leikskólans

Málsnúmer 2008012

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17.08.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Skólastjóri fór yfir starfið í byrjun skólaárs. Nýtt skólaár hófst 10. ágúst síðastliðinn. Einnig fór skólastjóri yfir starfsmannahald og breytingar á undirbúningstíma starfsmanna m.t.t. nýrra kjarasamninga. Skólastjóri og fulltrúi starfsmanna leikskólans lýstu yfir ánægju sinni með nýja lóð Leikhóla sem þykir afar vel heppnuð. Þar sem þessum áfanga er lokið hafa nú allar skólalóðir leik- og grunnskóla í Fjallabyggð verið endurnýjaðar. Skólastjóri óskaði eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með grunnskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.