Skólaárið 2020-2021, skólastarf grunnskólans

Málsnúmer 2008010

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17.08.2020

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir starfið í skólabyrjun en 215 nemendur eru skráðir í skólann. Einnig fór hann yfir fyrirhugaða skólasetningu og breytingu í starfsmannamálum. Þá óskaði skólastjóri eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með leikskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri kynnti fyrir fundarmönnum skipulag sem tekur við þegar skólarúta getur ekki ekið vegna ófærðar eða óveðurs. Einnig fór skólastjóri yfir mismunandi skipulag m.t.t. sóttvarnareglna, þ.e.a.s. hvaða skipulag tekur við ef heilbrigðisráðherra herðir reglur um sóttvarnir eða samkomur.