Öldungaráð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1610077

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21.10.2016

Lagt er til að stofnað verði sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri. Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda.
Lagt er til að öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara á Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.

Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.

Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

Lögð fram til kynningar tillaga að samþykkt fyrir öldungaráð.

Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá félagi eldri borgara í Ólafsfirði og á Siglufirði, tveimur frá hvoru félagi hið fyrsta.
Fulltrúi bæjarfélagsins verður kosinn á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

Á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2016 var samþykkt að skipa S. Guðrúnu Hauksdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar og jafnframt formann, í öldungaráðið og til vara Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

Í bréfi Félags eldri borgara Siglufirði, dagsett 16. janúar 2017, eru tilnefndir Ingvar Á. Guðmundsson og Konráð K. Baldvinsson og til vara Hrafnhildur Stefánsdóttir og Björg Friðriksdóttir.

Frá Félagi eldri borgara Ólafsfirði eru tilnefndir Sigmundur Agnarsson og Ásdís Pálmadóttir og til vara Björn Þór Ólafsson og Einar Þórarinsson.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 31.03.2017

Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa, 67 ára og eldri.
Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
Fulltrúar félaga eldri borgar á Ólafsfirði og Siglufirði tilkynntu að þau muni leggja fram breytingatillögu við samþykkt um öldungaráðið fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar. Breytingartillagan varða skipan og boðun funda og fundarsköp ráðsins.