Bæjarstjórn Fjallabyggðar

230. fundur 15. maí 2023 kl. 17:00 - 18:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023.

Málsnúmer 2304009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 4, og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
  • 1.2 2303091 Vallarbraut, útboð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,- Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Vallarbraut, útboð". Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2304048 Frístundafulltrúi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir því að starfið verði auglýst sbr. minnisblað frá deildarstjóra. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.5 2304057 Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023. Bæjarráð þakkað Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir hennar störf og framlag sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum skólastjóra sbr. minnisblað deildarstjóra. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
    Bæjarstjóri Fjallabyggðar þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir mjög vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 9. maí 2023.

Málsnúmer 2305001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 8 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 6. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 7. lið fundargerðarinnar.
  • 2.8 2305012 Ályktun vegna Reykjavíkurflugvallar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 9. maí 2023. Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda bókun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.9 2304043 Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 9. maí 2023. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að hlutur Örlygs, Ingvars og Sigurðar til Fjallabyggðar vegna ársins 2023 sbr. 2. gr. samningsins verði ráðstafað í þessa framkvæmd. Tæknideild er að öðru leyti falið að vinna málið áfram sbr. ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.05.2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023.

Málsnúmer 2304008FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 12, 14 og 15.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhansson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 3.1 2204075 Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að skoða betur umrætt svæði undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar grunnvinnu er lokið. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson og Arnar Þór Stefánsson lögðu eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að beina því til tæknideildar að kanna frekar svæðið við Brimnes (ofan Ólafsfjarðarvegar) skv. sömu mælikvörðum og aðrir valkostir hafa verið greindir. Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum til tæknideildar.

    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.2 2211032 Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 3.3 2009001 Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal".
    Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 3.4 2301020 Óveruleg breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti og verður hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6".
    Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 3.12 2305008 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 32
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 3.14 2301040 Uppsetning hreystitækja utandyra
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að staðsetja tækin fyrir framan íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 3.15 2304043 Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu. Allar sjóvarnir eru unnar af Vegagerðinni og hlutur landeiganda er 1/8 af framkvæmdakostnaði. Tæknideild falið að setja sig í samband við Vegagerðina varðandi þessar lagfæringar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 8. maí 2023.

Málsnúmer 2304011FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • 4.2 2303054 Skóladagatöl 2023-2024
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 8. maí 2023. Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans og Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjórar fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans, eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Stjórn Hornbrekku - 36. fundur - 9. maí 2023.

Málsnúmer 2305002FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í 3 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 137. fundur - 10. maí 2023.

Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 7 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhannesson tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.

7.Vallarbraut, útboð

Málsnúmer 2303091Vakta málsnúmer

Á 788. fundi bæjarráðs voru lögð fram tilboð í verkefnið "Siglufjörður - Vallarbraut". Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 71.743.035,-
Bás ehf. 61.599.150,-
Kostnaðaráætlun 73.698.452,-
Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,-
Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2023 er lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn. Fjárfestingaáætlun ársins hækkar um alls 26.000.000,-, þar af fyrirhuguð eignfærsla upp á kr. 4.000.000 í Veitustofnun og kr. 21.000.000 í Eignasjóði vegna gatnagerðar. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Ofangreind afgreiðsla bæjarráðs ásamt framlögðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023 samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram að nýju tillaga deiliskipulags lóða undir smáhýsi í Skarðsdal ásamt breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar sem auglýst var samhliða dagana 9. febrúar - 28. mars 2023 skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum og svör við þeim. Engar aðrar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Nefndin samþykkti deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagður fram breytingaruppdráttur vegna Ægisgötu 6 dags. 3.4.2023. Breytingin felst í stækkun byggingarreits á Ægisgötu 6 úr 21,4x10m í 22x12m, hámarksbyggingarmagn fer úr 200fm í 260fm og leyfilegur þakhalli fer úr 30-35°í 0-35°.
Nefndin samþykkti framlagða breytingu fyrir sitt leyti og var hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Skóladagatöl 2023-2024

Málsnúmer 2303054Vakta málsnúmer

Á 126. fundi fræðslu- og frístundanefndar voru drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar vegna skólaársins 2023-2024 lögð fram. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans, eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Vísað er til umræðu um málið undir lið 4.2.

11.Ársreikningur Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2304058Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2022 lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta annars vegar og hins vegar A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Eignasjóðs og Þjónustustöðvar. Í B-hluta eru Hafnarsjóður, Hornbrekka, Íbúðasjóður og Veitustofnun.

Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2022 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.

Fundi slitið - kl. 18:05.