Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023.

Málsnúmer 2304008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 12, 14 og 15.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhansson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2204075 Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að skoða betur umrætt svæði undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar grunnvinnu er lokið. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson og Arnar Þór Stefánsson lögðu eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að beina því til tæknideildar að kanna frekar svæðið við Brimnes (ofan Ólafsfjarðarvegar) skv. sömu mælikvörðum og aðrir valkostir hafa verið greindir. Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum til tæknideildar.

    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .2 2211032 Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .3 2009001 Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal".
    Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .4 2301020 Óveruleg breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti og verður hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6".
    Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .12 2305008 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 32
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .14 2301040 Uppsetning hreystitækja utandyra
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir að staðsetja tækin fyrir framan íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .15 2304043 Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 3. maí 2023. Nefndin samþykkir lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu. Allar sjóvarnir eru unnar af Vegagerðinni og hlutur landeiganda er 1/8 af framkvæmdakostnaði. Tæknideild falið að setja sig í samband við Vegagerðina varðandi þessar lagfæringar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.