Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 8. maí 2023.

Málsnúmer 2304011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • .2 2303054 Skóladagatöl 2023-2024
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 8. maí 2023. Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans og Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjórar fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans, eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.