Bæjarstjórn Fjallabyggðar

229. fundur 03. maí 2023 kl. 17:30 - 19:17 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2304058Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram drög að ársreikningi 2022 ásamt fylgiskjölum.

Á fundinn kom kl.17:30, Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl.18.25.

Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B-hluta) er jákvæð um 346 millj.kr. en var neikvæð um 155 millj.kr. 2021. Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 165 millj.kr. Fjárfestingar ársins námu 474 millj.kr. Veltufé frá rekstri nemur 485 millj.kr. eða 14% af tekjum en var 331 millj.kr. árið 2021 (10,1%). Handbært fé lækkaði um 46 millj.kr. á árinu og nam 366 millj.kr. í árslok. Veltufjárhlutfall er 1,12.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 15. maí nk.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023.

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir lið 2, 3 og 4.
Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið 3 og 4.
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls undir lið 3.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir lið 3.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið 2 og 3.
  • 2.3 2303052 Hvatar vegna nýbygginga
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2024. Með þessu vill bæjarráð búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
    Frá árinu 2018 hafa verið í gildi ívilnanir vegna nýbygginga við þegar byggðar götur. Það er ríkur vilji sveitarfélagsins að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu húsnæðis þannig að einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki sjá sér hag í því að fjárfesta enn frekar í uppbyggingu nýs húsnæðis í sveitarfélaginu.

    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti í dag þann 3. maí 2023 samhljóða að fella niður tímabundið öll gatnagerðargjöld vegna fasteignabygginga til þess að stuðla enn frekar að uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu. Með þessu vill bæjarstjórn sýna í verki vilja sinn til þessa mikilvæga verkefnis sem sjálfbær uppbygging fasteigna er hverju samfélagi. Gildir niðurfellingin til 31.12.2024 og verður þá endurskoðuð m.t.t. árangurs.

    Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 2.4 2209046 Sameining íbúða í Skálarhlíð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023. Kostnaðaráætlun verksins var kr. 16.725.024,-
    L-7 ehf. bauð kr. 17.997.288,-
    Bæjaráð samþykkir að taka tilboði L-7 ehf. í verkið.
    Bókun fundar Þorgeir Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2.8 2304037 Skipan í stjórn SSNE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023. Bæjarráð leggur til að skipaður varamaður í stjórn SSNE taki sæti aðalmanns í stjórn SSNE þar til bæjarstjórn hefur skipað fulltrúa bæjarfélagsins í stjórn SSNE. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skipan í stjórn SSNE".

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 787. fundur - 25. apríl 2023.

Málsnúmer 2304006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 3.2 2205052 Framlenging á samningi um skóla- og frístundaakstur 2019-2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 787. fundur - 25. apríl 2023. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að framlengja samning um skóla- og frístundakstur um eitt ár. Bæjarráð óskar að unnið verði að áætlun um hvernig skóla- og frístundaakstri verði háttað þegar færsla 5. bekkjar kemur til. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.3 2304042 Beiðni um fjármögnun á kaupum á gróðurhúsi fyrir íbúa Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 787. fundur - 25. apríl 2023. Bæjarráð samþykkir að gróðurhúsið verði tekið inn í Hátindsverkefnið. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 36. fundur - 13. apríl 2023.

Málsnúmer 2303008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 14. apríl 2023

Málsnúmer 2303014FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í 8 liðum.

Til afgreiðslu er liður 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir lið 2.
  • 5.7 2303073 Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 14. apríl 2023 Deildarstjóri félagsmáladeildar hefur sent verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk viljayfirlýsingu um að Fjallabyggð hafi áhuga á að sækja um að vera tilraunasveitarfélag um þjónustuna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálanefndar.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 17. apríl 2023.

Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

7.Öldungaráð Fjallabyggðar - 7. fundur- 18. apríl 2023

Málsnúmer 2304005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

8.Stofnframlag Fjallabyggðar vegna Brák leigufélags.

Málsnúmer 2304056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar, f.h. Brákar íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti hvort bæjarfélagið hafi samþykkt umsókn umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu málsins á næsta fundi bæjarráðs þar sem afla þarf nánari upplýsinga um málið.

9.Skipan í stjórn SSNE

Málsnúmer 2304037Vakta málsnúmer

Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar og Norðurlandi eystra (SSNE) sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélag á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE, nema Akureyrarbær sem skipar tvo.
Af því var óskað eftir að bæjarstjórn Fjallabyggðar skipi bæði aðalfulltrúa- og varafulltrúa í stjórn SSNE.
Lögð fram var tillaga um að skipa eftirfarandi aðila í stjórn SSNE

Aðalmaður: Guðjón M. Ólafsson
Varamaður: S. Guðrún Hauksdóttir

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:17.