Skipan í stjórn SSNE

Málsnúmer 2304037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Á ársþingi SSNE (Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélag á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE, nema Akureyrarbær sem skipar tvo.
Af því tilefni er hér með óskað eftir að bæjarstjórn Fjallabyggðar skipi bæði aðalfulltrúa- og varafulltrúa í stjórn SSNE. Stefnt er að því að fyrsti fundur nýrrar stjórnar verði haldinn 3. maí næstkomandi. Ef fyrirséð er að ekki náist að skipa fulltrúa fyrir þann tíma má gjarnan láta undirritaða vita af því.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til að skipaður varamaður í stjórn SSNE taki sæti aðalmanns í stjórn SSNE þar til bæjarstjórn hefur skipað fulltrúa bæjarfélagsins í stjórn SSNE.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 229. fundur - 03.05.2023

Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar og Norðurlandi eystra (SSNE) sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélag á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE, nema Akureyrarbær sem skipar tvo.
Af því var óskað eftir að bæjarstjórn Fjallabyggðar skipi bæði aðalfulltrúa- og varafulltrúa í stjórn SSNE.
Lögð fram var tillaga um að skipa eftirfarandi aðila í stjórn SSNE

Aðalmaður: Guðjón M. Ólafsson
Varamaður: S. Guðrún Hauksdóttir

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.