Stofnframlag Fjallabyggðar vegna Brák leigufélags.

Málsnúmer 2304056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 02.05.2023

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar, f.h. Brákar íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti hvort bæjarfélagið hafi samþykkt umsókn umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða umsóknina og undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins. Umsókninni að öðru leyti vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 229. fundur - 03.05.2023

Tekið fyrir erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar, f.h. Brákar íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti hvort bæjarfélagið hafi samþykkt umsókn umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu málsins á næsta fundi bæjarráðs þar sem afla þarf nánari upplýsinga um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 09.05.2023

Á 229. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var bæjarráði falin heimild til fullnaðarafgreiðslu málsins.
Lögð fram staðfesting bæjarfélagsins á stofnframlagi sínu til verkefnisins við Vallarbraut ásamt upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir umsókn um stofnframlag til Brákar leigufélags hses. vegna uppbyggingu á 6 íbúðum í eigu Brákar á Vallarbraut og veitir bæjarstjóra umboð til þess að undirrita umsókn f.h. Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 795. fundur - 27.06.2023

Lögð fram tilkynning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að umsókn Fjallabyggðar um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2023 hafi verið samþykkt.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.