Bæjarstjórn Fjallabyggðar

209. fundur 19. janúar 2022 kl. 17:00 - 20:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021.

Málsnúmer 2112007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 5, 6 og 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Elías Pétursson tók til máls undir lið 1.
 • 1.2 2112030 Tækifæri til uppbyggingar í þéttbýli Fjallabyggðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Alta ehf. á grunni framlagðs minnisblaðs og verkefnislýsingar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.5 2112018 Afskriftir viðskiptakrafna - 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um afskrift viðskiptakrafna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.6 2112014 Umboð til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umboði og felur bæjarstjóra að undirritað það f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.7 2112033 Styrkur vegna Rauðu fjaðrarinnar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021. Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verði við ósk um styrk til verkefnisins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 6. janúar 2022.

Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 6, og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson tóku til máls undir lið 13.
 • 2.1 2110076 Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 6. janúar 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.


  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.2 2110078 Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 6. janúar 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.6 2112055 Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2022
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 6. janúar 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.8 2201005 Heimild til útboðs
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 6. janúar 2022. Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13. janúar 2022.

Málsnúmer 2201007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 3.2 2101016 Stytting vinnuvikunnar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13. janúar 2022. Bæjarráð þakkar erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera skriflegt samkomulag við starfsmannahópinn um ofangreinda útfærslu styttingar vinnuviku. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.3 2112031 Fundadagatöl 2022
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13. janúar 2022. Bæjarráð samþykkir framlagt fundadagatal og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera dagatalið aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125. fundur - 10. janúar 2022.

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125 Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við RR ráðgjöf um framtíðarstefnumótun Fjallabyggðarhafna byggt á framlagðri verkefnistillögu og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125 Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10. janúar 2022.

Málsnúmer 2201002FVakta málsnúmer

Fundargerð Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar er í 7 liðum.

Til afgreiðslu er liður 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið 4.
 • 5.2 2110097 Fræðslustyrkur 2022
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10. janúar 2022. Fræðslu- og frístundanefnd gerir tillögur um úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2022 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Fræðslu- og frístundanefndar.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 11. janúar 2022.

Málsnúmer 2201003FVakta málsnúmer

Fundargerð Markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 6.1 2110077 Styrkumsóknir 2022 Menningarmál
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 11. janúar 2022. Markaðs- og menningarnefnd gerir tillögu um úthlutun styrkja til menningarmála fyrir árið 2022 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Helgi Jóhannsson víkur undir þessum lið af fundi.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Markaðs- og menningarnefndar.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279

Málsnúmer 2201006FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4, 5, 6, 7, og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson, Helga Helgadóttir og Nanna Árnadóttir tóku til máls undir lið 9.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Gránugötu 5 og 13, með athugasemdafresti frá 18. nóvember 2021 til 30. desember 2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Minjastofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlitið telur rétt að skolp frá salernum sé aðskilið frá öðrum lögnum vegna mengunarvarna.
  Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Brynja Hafsteinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Nefndin gerir ekki athugasemdir við matslýsinguna.
  Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Nefndin samþykkir umsókn með fyrirvara um samþykki annarra eigenda í Norðurgötu 11-13. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Nefndin samþykkir umsókn og stækkun lóðar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Nefndin samþykkir umsókn. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Nefndin samþykkir umsókn og stækkun lóðar austur að götu. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Framtíð og rekstur svæðisskipulags

Málsnúmer 2201006Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Þrastar Friðfinnssonar formanns svæðisskiplagsnefndar Eyjafjarðar dags. 29. desember 2021 er varðar rekstur og framtíð svæðisskipulags.

Óskað var eftir að eftirfarandi tillaga yrði rædd :

Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 7 atkvæðum.

9.Regus skrifstofusetur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111046Vakta málsnúmer

Til máls tóku Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Helga Helgadóttir.

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 16. janúar 2022 sem var óskað eftir á 208. fundi bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu þess efnis að bæjarstjóra verði falið að vinna drög að viljayfirlýsingu milli aðila, byggt á framlögðu vinnuskjali og umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum, Helgi Jóhannsson H-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Helgi Jóhannsson H-lista leggur fram eftirfarandi bókun.

Ég undirritaður fagna því að Regus hafi áhuga á að koma upp skrifstofusetri í Fjallabyggð/Siglufirði og að sveitarfélagið reyni að styðja við það eins og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að samþykkja að fjármunir renni úr sjóðum sveitarfélagsins til einkaaðila eins og málið lítur út núna.

10.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Á 20. fundi Stýrihóps Heilsueflandi samfélags óskaði fulltrúi eldri borgara eftir að láta af nefndarstörfum.

Hópurinn óskaði eftir tilnefningu frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð.

Með bréfi dagsett 14. janúar 2022 tilnefndi stjórnir félaga eldri borgara Ólafsfirði og Siglufirði fulltrúa í stýrihóp Heilsueflandi samfélags.

Aðalfulltrúi verður Sigurður Egill Rögnvaldsson og varafulltrúi Björn Kjartansson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tilnefninguna og þakkar fráfarandi fulltrúum fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

11.Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2112053Vakta málsnúmer

Til máls tóku Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson, Jón Valgeir Baldursson, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.
Samþykkt
Lögð er fram afgreiðsla bæjarráðs frá 726. fundi, dags. 13. janúar 2022 þar sem bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu um ósk sveitarfélagsins um sérreglur.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu eftirfarandi ósk um sérreglur í reglugerð 995/2021 vegna byggðakvóta.

Lagt er til að sérreglur í reglugerð hvað varðar Fjallabyggð verði með þeim hætti að heimilt verði að landa afla innan sveitarfélags óháð því í hvoru byggðarlagi bátur fær úthlutun, einnig er lagt til að hámark úthlutunar til hvers skips verði ekki meiri en 80 tonn, að síðustu er óskað eftir sérreglu er varðar skilgreiningu á vinnslu sem fram kemur í 4 mgr. 6. gr þ.e. að henni verði breytt með þeim hætti að slæging bolfisks teljist til vinnslu.

Ákvæði reglugerðar nr. 995/2021 gilda um úthlutun byggðakvóta Ólafsfjarðar og Siglufjarðar með eftirfarandi breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021, þó að hámarki 80 þorskígildistonn á fiskiskip.

b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

d)
Í ákvæði 4. mgr. 6. gr verði bætt "slægingu á bolfisk" í upptalningu á vinnslu.

Hvað varðar rökstuðning vegna stafliða a til c vísast til rökstuðnings fyrri ára.
Rökstuðningur fyrir ósk sem fram er sett í staflið d er að nú eru engar starfandi vinnslur í sveitarfélaginu sem hafa hug á að vinna bolfiskafla í samræmi við skilgreiningu 4. mgr. 6. gr. reglugerðar. Breytingar hafa orðið frá fyrra ári enda hefur rekstrarumhverfi smærri fiskvinnsla verið mjög erfitt um langt skeið. Af þeim sökum og þar sem til staðar eru vinnslur sem hafa hug á að kaupa fisk og slægja og að með því skapast störf þá er það mat bæjarstjórnar að staðinn sé vörður um atvinnu í sveitarfélaginu til sjós og lands.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu forseta og felur bæjarstjóra að senda þær á ráðuneytið.

Fundi slitið - kl. 20:50.