Framtíð og rekstur svæðisskipulags

Málsnúmer 2201006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 209. fundur - 19.01.2022

Lagt er fram erindi Þrastar Friðfinnssonar formanns svæðisskiplagsnefndar Eyjafjarðar dags. 29. desember 2021 er varðar rekstur og framtíð svæðisskipulags.

Óskað var eftir að eftirfarandi tillaga yrði rædd :

Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 7 atkvæðum.