Bæjarstjórn Fjallabyggðar

192. fundur 15. október 2020 kl. 17:00 - 19:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ólafur Stefánsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020

Málsnúmer 2009005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 13:30 þann 10. september 2020.
    Niðurstöður útboðs voru :

    Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kr. 12.561.170.-
    TM hf. kr. 15.798.202.-
    Vátryggingafélag Íslands hf. kr. 14.547.636.-
    Vörður tryggingar hf. kr. 19.992.518.-

    Öll félög buðu upp á forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

    Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár-Almennra trygginga hf.

    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.09.2020, varðandi beiðni frá tökuliði Ófærðar um að fá að taka upp senu í sundlauginni á Siglufirði. Um er að ræða 12 klst. vinnu svo loka þarf sundlauginni á meðan. Líkamsrækt og íþróttahús verður opið og gengið inn í íþróttahús að vestan. Tökur eru fyrirhugaðar 24. september en tímasetning gæti hnikast til um einhverja daga.

    Bæjarráð samþykkir að leigja sundlaugina á Siglufirði í 12 klst. á meðan á tökum stendur vegna Ófærðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samkomulagi við tökulið Ófærðar og auglýsa lokun á sundlaug þegar nær dregur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Á 666. fundi bæjarráðs fól ráðið deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna að samningi við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í atvinnu- og íbúaþróun í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsmála.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og markaðsmála, dags. 10.09.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri mælir með að gengið verði til samninga við Pipar/TBWA. Kostnaður kr. 5.000.000 auk vsk. rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Kostnaður 5 mkr. verður bókaður á málafl. 21550 og lykil 4915 og með viðauka nr. 24/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem ekki hreyfir handbært fé og verði gerð millifærsla í áætlun:
    Til lækkunar á málafl. 05700, lykill 4990 kr. 1.000.000.
    Til lækkunar á málafl. 05730, lykill 9291 kr. 1.000.000
    Til lækkunar á málafl. 05810, lykill 9291 kr. 1.600.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

    Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir vonbrigðum sínum með að brúnni yfir Fjarðará í landi Þóroddsstaða og Kálfsá skuli ekki hafa verið bjargað frá því að falla í ána. Brúin hefur verið notuð sem göngubrú í fjölda ára og er mikilvægur hluti gönguleiðar kring um Ólafsfjarðarvatn. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hlutast til byggingu göngubrúar á sama stað. Jafnframt samþykkir fundurinn að heimila stjórn félagsins að koma að endurnýjun brúarinnar með fjárframlagi allt að kr. 750.000.-

    Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna göngubrúar sem unnin er af Þorsteini Björnssyni og Haraldi Matthíassyni þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna göngubrúar er kr. 1.390.000.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á alaðfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

    Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess hve vatnsborð Ólafsfjarðarvatns hefur hækkað, eftir að framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lauk. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar sem leyfishafa framkvæmda að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni hvort ekki hafi verið framkvæmdar rennslismælingar fyrir framkvæmdir og eftir. Okkar tilfinning er að straumurinn undir núverandi brú sé mun minni, en áður var. Væntanlega hefur það áhrif á það aukna sandmagn sem berst inn fyrir brúna sem bar mun minna á fyrir framkvæmdir.

    Einnig lagt fram bréf sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar, dags. 17.07.2020 vegna breytinga á ósi Ólafsfjarðarvatns.

    Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að nú þegar hefur verið óskað eftir viðræðum við Vegagerðina vegna breytinga á ós Ólafsfjarðarvatns. Vegagerðin hefur samþykkt að skoða málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sigurðar P. Snorrasonar, Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur, Haraldar Þorkelssonar og Jóhanns Guðmundssonar fh. Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 08.09.2020 er varðar áskorun á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Þar sem segir „Samtökin skora á ráðherra að leggja frumvarp sitt um að heimila íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda, fram á nýjan leik og tryggja á sama tíma möguleika handverksbrugghúsa til að selja gestum vörur sínar með beinum hætti á framleiðslustað.

    Með breytingunum mætti standa vörð um afkomu frumkvöðlafyrirtækja og tugi starfa í öllum landshlutum á erfiðum tímum, auk þess að ýta undir framleiðslu á íslenskum gæðavörum og minnka kolefnisspor hinna seldu vara svo um munar“.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Vals Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.09.2020 þar sem fram kemur að dagana 1. og 2. október nk. fer fram árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag.
    Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur. Nauðsynlegt er að fulltrúar sveitarfélaga skrái sig.
    Dagskrá ráðstefnunnar er hægt að nálgast á vef sambandsins á morgun: https://www.samband.is/verkefnin/fjarmal/fjarmalaradstefna-sveitarfelaga/fjarmalaradstefna-sveitarfelaga-2020/
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.8 2007045 Umhverfisátak 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lögð fram til kynningar samantekt tæknideildar, dags. 14.09.2020 varðandi framgang hreinsunarátaks sveitarfélagsins sem hófst í vor. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka frá árunum 2014 til 2019.

    Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2020, kr. 360.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2018 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

    Framlög færast á lið 21-81-9291 og koma til greiðslu í október 2020.

    Skipting framlags 2020 Atkv. Fj.hlutf. Upphæð
    H-listi fyrir heildina 371 30,73% 110.628
    D-listi Sjálfstæðisflokks 539 44,66% 160.776
    I-listi betri Fjallabyggð 297 24,61% 88.596
    Samtals 1207 100,0% 360.000
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar deildarstjóra tæknideildar vegna verksins Utanhússklæðning á Ráðhús frá 25. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagt fram erindi Jóns Þrándar Stefánssonar fh. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 11.09.2020 er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélags um úthlutun byggðakvóta 2020/2021.

    Samkvæmt reglugerð nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.617 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar. Að svo stöddu er ekki ljóst hvernig skipting byggðakvóta til byggðarlaga verður en útreikningur á aflaheimildum til byggðarlaga mun grundvallast á 4. gr. áðurnefndrar reglugerðar. Bent skal á að breytingar verða á úthlutun aflaheimilda til byggðarlaga frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 þar sem heildarráðstöfun skerðist sem nemur 757 þorskígildistonnum og því mega byggðarlög búast við því að byggðakvóti byggðarlaga skerðist frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 eða falli jafnvel niður.
    Sú breyting er gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með tilkynning úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

    Reglugerð nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, gildir um úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa. Megintilgangur þeirra reglna sem fram koma í nefndri reglugerð er að tryggja að fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðarlögum, og landað hafa afla þar, fái hlut í byggðakvóta sem landað er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
    Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.
    Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirrar mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, ef reglur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvóta er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi.
    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Með vísan til þess að þar sem úthlutun liggur ekki fyrir mun ráðuneytið hafa samband við hluteigandi sveitarstjórnir í þeim tilvikum ef að mati ráðuneytisins þörf verður á verulegum breytingum á tillögum sveitarstjórna í kjölfar tillkynningar um úthlutun. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir sameiginlegri rökstuddri umsögn frá útgerðum og vinnslum í sveitarfélaginu sem hyggjast veiða og vinna byggðarkvóta, um sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Bæjarráð beinir því til viðkomandi aðila að ábyrgð á að samtal fari fram er í þeirra höndum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun bæjarráðs til allra hagaðila. Umsögn þarf að berast til sveitarfélagsins fyrir 1. október nk. Umsögnin verður birt á vef sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar frá 22. ágúst sl. ásamt ársreikningi fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 2. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 3. verkfundar Eflu verkfræðistofu vegna verksins Siglufjörður - fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur frá 17. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1., 2., 3. og 4. verkfundar frá 5. nóvember 2019, 12. nóvember 2019, 13. febrúar 2020 og 14. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 667. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020

Málsnúmer 2009008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.09.2020 þar sem lagt er til að launapotti, vegna veikinda og kjarasamningshækkunar, verði útdeilt samkvæmt framlagðri tillögu og bókaður í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggðar hreyfir ekki við handbæru fé.

    Bæjarráð samþykkir útdeilingu launapotts og vísar í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 16.09.2020, varðandi tekjuáætlun Jöfnunarsjóðs og mótvægisaðgerðir Fjallabyggðar. Þar er lagt til að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2020 tekjulækkun Jöfnunarsjóðs ásamt því að tekin verði út áætlun vegna arðgreiðslu Lánasjóðs sem ekki verður greidd út. Einnig verði gert ráð fyrir söluhagnaði íbúða sem Fjallabyggð hefur selt, að auki verði tekið út úr fjárhagsáætlun fjármuni þar sem gert var ráð fyrir móttöku gesta, risnu og gjafir og árshátíð starfsmanna sem ekki var haldin.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26/2020 við fjárhagsáætlun 2020, kr. 82.156.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 20. september 2020 er varðar tillögu að framtíðarfyrirkomulagi brunavarna í samræmi við afgreiðslu á 659. fundi bæjarráðs.

    Bæjarstjóri fór yfir minnisblaðið. Niðurstaða hans er að skynsamlegast sé að horfa fyrst til þess möguleika að sameina brunavarnir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Mat bæjarstjóra er að með sameiningu geti náðst fram bætt þjónusta og öryggi fyrir sambærilega fjármuni og sveitarfélögin leggja nú til málaflokksins.
    Bæjarstjóri leggur á það áherslu að hvort sem ákveðið verði að sameina slökkvilið sveitarfélaganna, auka samvinnu í málaflokknum eða reka sjálfstætt slökkvilið þá fari fram úttekt á stöðu brunavarna og í framhaldinu stefnumótun til lengri tíma. Við úttekt og stefnumótun þarf að horfa til lögbundinnar skyldu sveitarfélagsins sem og staðbundinna þátta svo sem og t.d. fjölda jarðganga í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um mögulega sameiningu slökkviliða sveitarfélaganna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.09.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki seint á næsta ári. Um er að ræða opið útboð í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

    Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og felur deildarstjóra tæknideildar að bjóða verkið út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 2.5 1904013 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til september 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í ágúst 16%. Áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall verði 14%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í ágúst var 5%, áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 6%. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Andrasonar fh. Matvælastofnunar, dags. 14.09.2020 þar sem fram kemur að umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr sex í fimm. Er þetta gert í framhaldi af endurskoðun á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Áætlanir gera ráð fyrir að á næsta ári fækki umdæmum úr fimm í fjögur. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 2.8 2003068 Ársþing SSNE 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar, dags. 11.09.2020 er varðar boðun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldið verður dagana 9. og. 10 október nk. í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
    Einnig lögð fram dagskrá þingsins ásamt fylgigögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi A. Kristínar Jóhannsdóttur fh. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) dags. 11.09.2020 þar sem athygli er vakin á fréttatilkynningu ársfundar HSN er varðar niðurstöður og framtíðaráform stofnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. verkfundar Eflu verkfræðistofu vegna verksins Bakkabyggð Ólafsfirði - gatnagerð og lagnir frá 11.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 16.06.2020 er varðar yfirlit yfir starf Flugklasans Air 66N frá 1. apríl - 15. sept. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var 8. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    115. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 17. september sl.
    258. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 16. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020

Málsnúmer 2009010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Guðmundar Sigbergssonar fh. iCert, dags. 22.09.2020 þar sem fram kemur að Fjallabyggð hefur hlotið vottun á að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.

    Jafnréttisstofu hefur verið tilkynnt um vottunina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda- og viðhalds ársins 2020.

    Bæjarráð fagnar því hve vel framkvæmdum og viðhaldi miðar og leggur áherslu á að þeim framkvæmdum sem enn er ólokið ljúki fyrir árslok.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.09.2020 í samræmi við ákvörðun 667. fundar bæjarráðs, vegna erindis stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu göngubrúar yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða.

    Bæjarráð hafnar allri aðkomu að uppbyggingu göngubrúar þar sem göngubrúin kemur til með að standa í eignarlandi Kálfsár og Þóroddsstaða. Endurbygging og allt viðhald er á höndum landeiganda. Göngubrúin er ekki á skipulagðri gönguleið skv. aðalskipulagi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.4 2009064 Gjaldskrár 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram tillaga Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), dags. 25.09.2020 þar sem nefndin leggur til að gjaldskrá skólans hækki um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.

    Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá TÁT verði hækkuð um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 þar sem fram kemur að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 6. október. Í umsókn er gerð krafa um viljayfirlýsingu sveitarfélags til þess að fara í verkefni sem sótt er um.

    Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefnanna á Siglufirði og Ólafsfirði.

    Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 258. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.

    Bæjarráð samþykkir að skipa vinnuhóp um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf. Vinnuhópinn skipa Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir og Helgi Jóhannsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 22.09.2020 þar sem fram kemur að Tengir hf. býður fasteignaeigendum við Hvanneyrarbraut 40-80 að tengjast ljósleiðaneti. Lagt er til að tengingu verði komið á fyrir Hvanneyrarbraut 42 og Hvanneyrarkrók 9. Áætlaður kostnaður er 288 þús.

    Bæjarráð samþykkir kostnað vegna ljósleiðaratengingar við Hvanneyrarbraut 42 og Hvanneyrarkróks 9. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram til kynningar frá Félagsmálaráðuneytinu, stöðuskýrsla nr. 5 til ráðgefandi aðila frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 18. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 16. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar Skólanefndar TÁT frá 25. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 669. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020

Málsnúmer 2010001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 05.10.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri, í samráði við Janus Heilsueflingu, leggur til við bæjarráð að samstarfsverkefni við Janus Heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri í Fjallabyggð verði frestað um sinn eða þangað til aðstæður leyfa á nýju ári.
    Í millitíðinni leggur deildarstjóri til að heilsurækt og hreyfing eldri borgara, innan þeirrar starfsemi sem fer fram í dagþjónustu aldraðra á vegum félagsþjónustunnar, verði styrkt og aukin með ráðningu íþróttakennara, í 50% stöðuhlutfall. Áætlaður launakostnaður til áramóta er kr. 1.755.000.

    Einnig lögð fram bókun 125. fundar félagsmálanefndar frá 25.09.2020.

    Bæjarráð samþykkir ráðningu íþróttakennara í 50% stöðuhlutfall. Kostnaði kr. 1.755.000 er vísað í viðauka nr.27/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og verður færður á málaflokk 02430, lykil 1110 kr. 1.382.000.- og lykil 1890 kr. 373.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.

    Eftirfarandi bókun er lögð frá Tómasi Atla Einarssyni og Ólafi Stefánssyni :

    Það ber að harma að í jafn góðu og þörfu máli og heilsuefling eldri borgara er, að kynning máls af hendi starfsmanna sé eins villandi og raun ber vitni. Hvergi kemur fram ráðningartími íþróttakennara sé frá 1. ágúst 2020 en ekki frá október eins og ætla mætti af gögnum málsins. Óskum við eftir að viðkomandi deildarstjóri leggi fram minnisblað til bæjarráðs, hvar málsmeðferð er rakin, upplýsingar um ráðningartíma og önnur viðeigandi atriði veittar

    Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Á 669. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefna í/á Siglufirði og Ólafsfirði og fól markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 ásamt styrkumsóknum vegna endurbyggingu Selvíkurvita á Siglufirði og byggingu nýs aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði, hlutur sveitarfélagsins er 20% af kostnaðaráætlun.

    Bæjarráð samþykkir umsóknirnar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

    Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaðarhluta sveitarfélagsins, að því gefnu að styrkur fáist til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 30.09.2020 er varðar yfirferð á búnaði og öryggiskröfum í jarðgöngum í Fjallabyggð. Bréfið er svar við bréfi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar dags. 24. júlí sl.

    Bæjarráð þakkar Vegagerðinni bréfið og þá viðleitni sem þar kemur fram af hálfu stofnunarinnar að bregðast við tilmælum og kröfum slökkviliðsstjóra um úrbætur. Að því sögðu vill bæjarráð koma því á framfæri að óásættanlegt er að ekki skuli, af hálfu Vegagerðarinnar, vera sett fram tímasett áætlun um úrbætur.

    Bæjarstjóra falið að koma ofangreindu á framfæri við Vegagerðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lögð fram til kynningar verkfundargerð deildarstjóra tæknideildar nr. 2 vegna verksins Ráðhús, utanhússklæðning frá 01.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir Eflu Verkfræðistofu nr. 4 og 5 vegna verksins Siglufjörður - Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur frá 11.09.2020 og 01.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 4.7 2005025 Fréttabréf SSNE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lagt fram til kynningar 7. fréttabréf SSNE frá september 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. september sl. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 125. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 25. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020

Málsnúmer 2010004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags 09.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 auk verkefnalista og tímasetninga vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til september 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 105.659.801 eða 100,63% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Staðgreiðsla fyrir fyrstu níu mánuði ársins misritaðist í fundargerð og er hér með leðirétt, Staðgreiðsla fyrir tímabilið nefur kr. 881.830.712.-

    Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til september. Bókun fundar Til máls tók Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 5.4 2010022 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 09.10.2020 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að ráða starfsmann sem sinnt hefur starfi yfirmanns umhverfismála áfram til áramóta og í framhaldinu verði gert ráð fyrir stöðunni á fjárhagsárinu 2021.

    Launakostnaður frá 16. október til áramóta er áætlaður kr. 1.072.060.-

    Bæjarráð samþykkir að ráða starfsmann í fullt starf við þjónustumiðstöð til áramóta.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 28/2020 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 869.824.- við deild 33110 og lykil 1110 og kr. 202.236. við deild 33110, lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagðar fram umsagnir frá fiskvinnslustöðvum og útgerðaraðilum varðandi umsókn um sérreglur sveitarfélagsins til ráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2020/2021.

    Bæjarráð samþykkir að vinna tillögu að útfærslu að sérreglum í samræmi við umræður fundarins og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 15. október nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar fh. Skíðafélags Siglufjarðar - Skíðaborg (SSS), dags. 07.10.2020 er varðar áhyggjur skíðafélagsins af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi vegna snjóflóðahættu sem SSS telur að skaði ímynd skíðasvæðisins og þróun gestafjölda. Þá óskar SSS eftir upplýsingum um stöðu og áætluð verklok vegaframkvæmda, ásamt nauðsynlegum breytingum á lyftum og lyftuhúsum, lýsingu og skíðaskála.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindið á stjórn Leyningsáss ses., enda ber stofnunin ábyrgð á uppbyggingu og rekstri skíðasvæðisins.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Veðurstofu Íslands, dags. 01.10.2020 er varðar endurskoðun hættumats vegna snjóflóða undir varnargörðum í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar sl. Á Siglufirði verður hættumat endurmetið á leiðigarði undir Strengsgiljum og Jörundarskál og í Ólafsfirði við Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi landbroti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október þar sem fram kemur nauðsyn þess að gerður verði varnargarður norðan nessins með stálþili og björgum úr nærliggjandi fjöllum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 18.09.2020 til Vegagerðarinnar í framhaldi af eftirlitsferð Samgöngustofu í jarðgöng í Fjallabyggð þann 16. september sl.

    Í erindi Samgöngustofu kemur fram að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylla ekki að fullu öryggiskröfur reglugerðar nr. 992/2007 um öryggiskröfur í fyrir jarðgöng né er að fullu farið eftir þeim öryggiskröfum sem útlistaðar eru í Handbók N500. Einnig kemur fram að gæðakerfishugsun sé ekki að fullu til staðar, þ.e. ekki er að fullu farið eftir verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum. Nokkuð vantar upp á að farið sé eftir gátlistum og tímasetningar virtar og þá er skrásetningu og staðfestingum ábótavant.

    Samgöngustofa óskar eftir við Vegagerðina, tímasettum úrbótum fyrir göngin og úrbótaáætlunum varðandi hlítni við verklagsreglur um rekstur og viðhald gangnanna.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir.
    90. fundar Fræðslu- og frístundanefndar frá 5. október sl.
    68. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 7. október sl.
    22. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 9. október sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 671. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258. fundur - 16. september 2020

Málsnúmer 2009007FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Halldór Logi Hilmarsson las upp og lagði fram greinargerð fyrir hönd Bás ehf.
    Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Erindi frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.6 2009037 Umsókn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin leggur til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðinni að Lækjargötu 6c. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Erindi samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Helgi Jóhannsson situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun:
    Verið er að hækka bílastæði og veginn að því um 5 metra til að minnka hæðabilið á milli bílastæðis og væntanlegs skíðaskála. Til þess þarf að stækka efnisnámu á svæðinu og taka úr henni 28 þús rúmmetra. Það finnst mér mikið í lagt og aukning á kostnaði og ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist í verkið. Það hlýtur að vera hægt að leysa aðkomumál á auðveldari hátt og ódýrari og minnka þar með rask á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin beinir því til tæknideildar að skoðað verði með færslu á ljósastaur samhliða því þegar skipt verður út ljóskerjum í LED. Það verkefni hefur verið í vinnslu sl. tvö ár og verður væntanlega klárað 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um bann við netaveiði í landi sveitarfélagsins í Ólafsfjarðarvatni.
    Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar að öll netaveiði verði bönnuð í Ólafsfjarðarvatni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um bann við netaveiði í landi sveitarfélagsins í Ólafsfjarðarvatni.
    Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar að öll netaveiði verði bönnuð í Ólafsfjarðarvatni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258 Nefndin felur tæknideild að koma erindinu áfram til Vegagerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020

Málsnúmer 2010005FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Samþykkt með fimm atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Samþykkt með fimm atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild að biðja snjómokstursverktaka að lagfæra umræddar skemmdir. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Nefndin leggur til að tillaga B verði notuð við framkvæmd á lækkun hámarkshraða. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Nefndin fór yfir framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að vinna drög að svörum við þeim og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Nefndin tekur undir áhyggjur átakshópsins af landbroti á Siglunesi og þeim breytingum sem það gæti haft í för mér sér á sjólag og öldugang í Siglufirði. Einnig er tekið undir áhyggjur af þeim menningarverðmætum sem þar eru í hættu vegna landbrots.

    Nefndin leggur til að sveitarfélagið, í samvinnu við landeigendur, sæki um framlag til sjóvarna vegna landbrots til Vegagerðarinnar. Þar sem Fjallabyggð er ekki landeigandi á Siglunesi er það álit nefndarinnar að ekki eigi að falla kostnaður á sveitarfélagið vegna framkvæmdarinnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og umhverfisnefnd staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14. október 2020 Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku Nanna Árnadóttir og Elías Pétursson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa málinu aftur til Skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020

Málsnúmer 2009006FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020 Hafnarstjóri lagði fram drög að auglýsingu vegna tímabundinnar ráðningar yfirhafnarvarðar og drög að starfslýsingu vegna starfsins.

    Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að auglýsingu og felur hafnarstjóra að auglýsa stöðuna, einnig samþykkir hafnarstjórn framlögð drög að starfslýsingu fyrir sitt leiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020 Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn samantekt unna af skipulagsfulltrúa hvar helstu forsendur tilvonandi deiliskipulagsvinnu eru tilgreindar ásamt yfirliti yfir gildandi skipulög.

    Hafnarstjórn þakkar samantektina og samþykkir að óska eftir því við skipulagsfulltrúa að haldinn verði vinnufundur hafnarstjórnar og skipulagsfulltrúa með það að markmiði að ramma inn sjónarmið stjórnarmanna vegna komandi skipulagsvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020 Fyrir fundinn eru lagðar til kynningar helstu tölur um afla á nýliðnu fiskveiðiári og aðrar upplýsingar sem fram komu í tölvupósti Fiskistofu dags. 15.09 2020.
    Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega einni milljón og sautján þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020 Fram er lögð til kynningar fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020

Málsnúmer 2009009FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22.07. 2020, að ganga til samninga við Janus Heilsueflingu um langtímaverkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara í Fjallabyggð. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu tengt Covid-19, hefur orðið töf á að verkefnið geti hafist. Að öllu óbreyttu er áformað að taka upp þráðinn þegar aðstæður leyfa á nýju ári. Lagt er til við bæjarráð að fram að þeim tíma verði heilsuefling eldri borgara efld með 50% ráðningu íþróttafræðings til að sinna líkamsrækt og hreyfingu eldri borgara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Lögð fram tillaga að reglum Fjallabyggðar um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila vegna Covid-19. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viðmiðunarupphæð styrksins verði kr. 47.000. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum félagsþjónustunnar varðandi starfsemi einstakra rekstrareininga og þjónustuþátta m.t.t. Covid-19. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Félagsmálaráðuneytið veitti Fjallabyggð styrk vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020, kr. 668.800. Styrkurinn var nýttur til að koma á viðbótartímum í líkamsrækt, sundleikfimi, jóga og fyrirlestrum um fjölþætta heilsueflingu eldri borgara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25. september 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar félagsmálanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 13. fundar - 1. október 2020

Málsnúmer 2009011FVakta málsnúmer

  • 10.1 2007022 Ratleikja appið
    Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 13. fundar - 1. október 2020 Erindi frá sprotafyrirtækinu Sýslu, menning og listir lagt fram. Sýsla kynnir íslenskt hand- og hugverk í formi smáforrits sem hefur fengið nafnið Ratleikja Appið. Ratleikja Appið er grunnur að ratleikjum víðsvegar um landið sem er aðlagaður að hverju sveitarfélagi/stað fyrir sig. Ratleikurinn getur verið upplýsandi og fræðandi eða byggður upp til að kynna bæjarfélagið enn betur og draga fólk að. Erindið lagt fram til kynningar. Ákveðið að skoða betur og kanna reynslu af Ratleikja Appinu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 13. fundar - 1. október 2020 Vinnusvæði Heilsueflandi.is fyrir Heilsueflandi samfélög hefur verið tekið í notkun. Hugmyndin er að heimasvæðið haldi utan um upplýsingar um heilsueflingarstarf og meðal annars eru þar gátlistar til að greina hvar þörf fyrir heilsueflandi aðgerðir liggur. Stýrihópurinn horfði á upptöku af fjarfundi sem Embætti landlæknis hélt fyrir tengiliði en á fundinum var heimasvæðið kynnt. Á næsta fundi stýrihóps mun hefjast vinna við að fylla út fyrsta gátlistann. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 90. fundar - 5. október 2020

Málsnúmer 2010002FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 90 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 90 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon fyrir fundarmönnum. Starfið hófst 16. september síðastliðinn. Félagsmiðstöðin er opin tvö kvöld í viku, miðvikudaga og föstudaga í húsnæði að Lækjargötu 8 Siglufirði. Umsjónarmaður Neons er Karen Sif Róbertsdóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 90 Stofnaður hefur verið samráðsvettvangur stjórnenda skólastofnana í Fjallabyggð. Þar eiga sæti stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga, Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Áætlað er að fundir verði reglulegir 4-5 sinnum yfir skólaárið. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar stofnun þessa samráðsvettvangs.

    Fræðslu- og frístundarnefnd óskar Menntaskólanum á Tröllaskaga til hamingju með tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 en skólinn er tilnefndur til verðlauna í flokknum Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur.
    Bókun fundar Til máls tóku Elías Pétursson, Særún Hlín Laufeyjardóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 90. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

    Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslu- og frístundarnefndar og óskar Menntaskólanum á Tröllaskaga til hamingju með tilnefninguna til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.

12.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 7. október 2020

Málsnúmer 2010003FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 7. október 2020 Unnið að endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

13.Fjárhagsáætlun 2021 - Dagsetningar og fyrirkomulag.

Málsnúmer 2010031Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun, dagsetningar funda og grunnforsendur rammaáætlunar.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að dagsetningum funda og niðurfellingu reglulegra funda.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.

14.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sótti um frest til að skila inn sérreglum þar sem ekki hefur verið úthlutað byggðakvóta til byggðalagsins. Frestur er veittur til 30. október 2020.

Forseti bar upp tillögu þess efnis að fresta málinu þar til úthlutun hefur farið fram.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:25.