Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

13. fundur 01. október 2020 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Björn Þór Ólafsson boðaði forföll, varamaður fluttur úr sveitarfélaginu.

1.Ratleikja appið

Málsnúmer 2007022Vakta málsnúmer

Erindi frá sprotafyrirtækinu Sýslu, menning og listir lagt fram. Sýsla kynnir íslenskt hand- og hugverk í formi smáforrits sem hefur fengið nafnið Ratleikja Appið. Ratleikja Appið er grunnur að ratleikjum víðsvegar um landið sem er aðlagaður að hverju sveitarfélagi/stað fyrir sig. Ratleikurinn getur verið upplýsandi og fræðandi eða byggður upp til að kynna bæjarfélagið enn betur og draga fólk að. Erindið lagt fram til kynningar. Ákveðið að skoða betur og kanna reynslu af Ratleikja Appinu.

2.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Vinnusvæði Heilsueflandi.is fyrir Heilsueflandi samfélög hefur verið tekið í notkun. Hugmyndin er að heimasvæðið haldi utan um upplýsingar um heilsueflingarstarf og meðal annars eru þar gátlistar til að greina hvar þörf fyrir heilsueflandi aðgerðir liggur. Stýrihópurinn horfði á upptöku af fjarfundi sem Embætti landlæknis hélt fyrir tengiliði en á fundinum var heimasvæðið kynnt. Á næsta fundi stýrihóps mun hefjast vinna við að fylla út fyrsta gátlistann.

Fundi slitið - kl. 16:00.