Bæjarstjórn Fjallabyggðar

163. fundur 06. júní 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Rannveig Gústafsdóttir varabæjarfulltrúi, F lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Hilmar Þór Hreiðarsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hans stað.

Valur Hilmarsson boðaði forföll og í hans stað kom Rannveig Gústafsdóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018

Málsnúmer 1805012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekin fyrir beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til þess að halda lokað útboð vegna utanhússviðgerðar á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Berg ehf.
    L7 ehf.
    GJ Smiðir ehf.
    Trésmíði ehf.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við fráveitu í Ólafsfirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

    Árni Helgason ehf. - 60.264.039 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 61.754.700 kr.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tilboð voru opnuð í endurnýjun á þaki tónlistarskólans á Siglufirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

    L7 ehf. - 8.987.500 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.125.000 kr.

    Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að semja við L7 ehf. um lækkun á tilboði.

    Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar til mars 2018. Reksturinn er í góðu jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir fyrstu fjóra mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar endurskoðunarskýrsla KMPG vegna gerðar ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2017 og fréttatilkynning sem send var út vegna ársreikningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekin fyrir tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar. Tilgangurinn með kerfinu er að utanumhald um innkomu á tjaldsvæðin í Fjallabyggð verði samræmt.

    Leitað var tilboða í kvittanahefti og merkimiða og hefur tilboð borist frá Tunnunni ehf og Ásprent ehf.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ásprents ehf.

    Þá leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála til að hlutdeild Fjallabyggðar í hreinlætiskostnaði vegna tjaldsvæðisins verði hækkuð en hún nemur nú 12% af kostnaði.

    Bæjarráð samþykkir að hlutdeildin verði hækkuð í 20%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Glæsi voru send félaginu. Gerð er athugasemd við styrkupphæð og óskað eftir því að hún verði hækkuð.

    Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Gnýfara voru send félaginu.

    Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni, f.h. Trölla.is. Fyrirtækið hyggst setja upp vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju og er spurt hvort Fjallabyggð hafi eitthvað við uppsetningu vélarinnar að athuga.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar skrá yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018. Alls eru 42 komur áætlaðar í sumar. Nú þegar hafa 20 komur verið bókaðar sumarið 2019.

    Hægt er að sjá yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á vefslóðinni:

    https://www.fjallabyggd.is/port

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri dagana 25.-28. september nk.
    Fjallabyggð á tvo fulltrúa á þinginu auk bæjarstjóra.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að bóka gistingu fyrir fulltrúa Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn var 11. maí sl., og samþykktur ársreikningur félagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 1.14 1805030 Sorporkustöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Safna mætti sorpi saman í pressugámum og opnum gámum á lykilstöðum meðfram strönd Íslands og síðan yrði það flutt í eina stóra sorporkustöð, þar sem því yrði fargað og umbreytt í hita- og raforku.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu þar sem Fjallabyggð er boðin til kaups sýningarskrá sem útbúin hefur verið í tengslum við sýninguna "Húsin í bænum". Sýningin verður haldin í Bláa húsinu á Siglufirði þann 19. maí nk. Sýningarskráin kostar 2.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að kaupa 10 sýningarskrár, að upphæð 20.000 kr. sem færist af lið 21550-4913.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í framkvæmdir á árinu 2018 við að gera aðgengi betra að hringsjá á Álfhól, Siglufirði.

    Bæjarráð þakkar Viktoríu fyrir bréfið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 1.17 1803077 Flugklasinn Air 66N
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og flugklasans Air66N var haldin 3. maí sl.

    Upptöku af ráðstefnunni má finna á vefslóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=q69egoTpzg0 og á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands www.northiceland.is.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Málþing um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra verður haldið á Hótel KEA á Akureyri þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lagt fram til kynningar 6. fundur afmælisnefndar vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018

Málsnúmer 1805014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á hátíðarfundi bæjarstjórnar, sem haldinn var í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, þann 20. maí sl., var samþykkt að veita 4 milljónum kr. til skógræktar í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka nr.4/2018 við fjárhagsáætlun árið 2018 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Niðurstaða málsins færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Í kjölfar úttektar deildarstjóra og forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar á húsnæðismálum héraðsskjalasafnsins fól bæjarráð þeim að leggja fyrir ráðið tillögu að framtíðarfyrirkomulagi safnsins.

    Lögð fram tillaga deildarstjóra og forstöðumanns.

    Bæjarráð lítur tillöguna jákvæðum augum og vísar henni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kostnaðarmeta tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Tekin fyrir tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 1 til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 2.5 1805030 Sorporkustöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á fundi bæjarráðs þann 15. maí sl. var lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Fjallabyggð hafi nú flokkað sorp í níu ár og urðað sé um 45-48% af heimilissorpi á Sölvabakka. Kostnaður við urðunina er um 16 milljónir á ári og telur deildarstjóri að hægt væri að lækka þann kostnað með tilkomu sorporkustöðvar. Áhugavert væri að skoða hvort aðstæður séu til þess að reisa slíkt mannvirki á Norðurlandi.

    Málið verður tekið upp á stjórnarfundi Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á fundi bæjarráðs þann 15. maí var tekið fyrir erindi frá Trölla.is vegna uppsetningar vefmyndavélar í turni Siglufjarðarkirkju og samþykkti bæjarráð að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.

    Í svari lögfræðings kemur fram að uppsetning vefmyndavélarinnar fellur undir persónuverndarlög og er ekki í samræmi við leyfðan tilgang samkvæmt 4. gr. reglnanna þar sem segir að rafræn vöktun verði að fara fram í yfirlýstum, skýrum tilgangi, s.s. í þágu öryggis og eignavörslu.

    Í ljósi umsagnar lögfræðings bæjarfélagsins þá sér bæjarráð sér ekki fært að veita jákvæða umsögn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á fundi bæjarráðs þann 8. maí sl. var tekið fyrir erindi frá UMFÍ þar sem óskað var eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu.

    Lagt fram svarbréf deildarstjóra til UMFÍ.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 14. maí sl., var tekið fyrir erindi Bás ehf., dags. 30. apríl 2018, um stækkun lóðar á Vesturtanga, Siglufirði. Nefndin vísaði málinu til bæjarráðs.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn lögfræðings sveitarfélagsins vegna málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Á fundi bæjarráðs þann 15.maí sl. samþykkti bæjarráð að taka greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar í notkun. Eftir samtöl við rekstraraðila leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála til að taka í notkun smáforrit sem hannað er til að halda utan um rekstur tjaldsvæða.

    Kostnaður við forritið og límmiða er kr. 115.980.

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins.

    Áður samþykkt tillaga að viðauka leiðréttist í samræmi við bókun þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Lagt fram frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.

    Bæjarráð styður frumvarpið og felur bæjarstjóra að senda jákvæða umsögn til nefndarsviðs Alþingis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 2.11 1804144 Afnot af Hóli
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Í gildandi samningi Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er kveðið á um að Fjallabyggð greiði fyrir afnot félagsins af íþróttamiðstöðinni Hóli á Siglufirði. Að beiðni Fjallabyggðar hefur KF tekið saman áætlaða notkun á aðstöðunni 2018 og samkvæmt útreikningi UÍF nemur leigan 600.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka nr.4/2018 við fjárhagsáætlun árið 2018 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Aðalfundur Landskerfis bókasafna verður haldinn 30. maí kl. 15.00 að Katrínartúni 2, 2.h., 105 Reykjavík.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands um meðferð kjörskrástofna vegna sveitarstjórnakosninga 2018.

    Kjörskrárstofnar liggja frammi á bæjarskrifstofunni í ráðhúsi Fjallabyggðar og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Tekið fyrir erindi Guðbrands Jónssonar þar sem krafist er umsagnar sveitarfélagsins Fjallabyggðar vegna synjunar Ferðamálastofu Íslands um styrk vegna verkefnis Landvætta Íslands í norður.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Lagður fram til kynningar ársreikningur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem haldinn var 15. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 557. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018

Málsnúmer 1805018FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 28. maí 2018.
    Innborganir nema 425.864.318 kr. sem er 137,6% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 407.710.476 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

    Rangfærsla er í bókun bæjarráðs en innborganir nema 104,45% af tímabilsáætlun.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við Roaldsbryggju - þybbuklæðning þann 22. maí sl.

    Eftirfarandi tilboð bárust:

    L7 ehf. - 7.490.000 kr.
    Berg ehf. - 4.415.000 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7.086.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.3 1802075 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.4 1805063 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.5 1710105 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf að upphæð kr. 4.500.000. Pacta lögmenn munu verða til ráðgjafar og aðstoðar við innleiðinguna.

    Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra og vísar upphæðinni til viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2018, við deild 21400 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Guðbrandar Jónssonar. Guðbrandur krafðist umsagnar Fjallabyggðar vegna synjunar Ferðamálastofu Íslands um styrk vegna verkefnisins Landvætta Íslands í norður.

    Ferðamálastofa Íslands hafnaði styrkumsókn Guðbrandar, þar sem ekki lá fyrir samþykki bæjarstjórnar vegna verkefnisins. Bæjarráð hafði tekið jákvætt í erindið og skipulags- og umhverfisnefnd óskað eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um útlit styttunnar. Þær upplýsingar bárust ekki og því fékk málið ekki afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Tilboð voru opnuð í endurnýjun á þaki tónlistarskólans á Siglufirði þann 14. maí sl.

    Aðeins eitt tilboð barst, frá L7 ehf. og var deildarstjóra tæknideildar falið að semja við verktakann.

    Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra hefur samkomulag náðst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12-15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.

    Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar og leggur til við bæjarstjórn að þessi aldurshópur falli undir gjaldskrárliðinn "tækjasalur - skóli, 60 ára , öryrkjar" í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. til þess að setja upp “ærslabelg" í Ólafsfirði.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna staðsetningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem vakin er athygli á því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um starfsemi sjóðsins. Athygli er vakin á því að umsókn um styrki á þessu ári skulu hafa borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eigi síðar en 1. júní nk.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Viking Heliskiing, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir útsýnisflug frá túninu við íþróttahúsið í Ólafsfirði laugardaginn 2. júní n.k., kl. 15.00-17.00.

    Bæjarráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að farþegagjald á skemmtiferðaskipum hækki úr 1 evru í 1,25 evru og að hækkunin taki gildi 1. janúar 2019.

    Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 15. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29. maí 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 97. fundar hafnarstjórnar, 44. fundur yfirkjörstjórnar, 34. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði og 34. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 558. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018

Málsnúmer 1805023FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Á fundi bæjarráðs þann 17. apríl sl. var tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Er farið fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

    Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarútreikningum auk þess sem lögfræðiálit frá lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og lögfræðingi sveitarfélagsins liggja fyrir.

    Að þeim álitum fengnum samþykkir bæjarráð að fæðispeningar verði leiðréttir fjögur ár aftur í tímann í samræmi við lög. Kostnaðurinn kr. 2.300.000 færist af lið 21600-1110 og 21600-1890.

    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Tilboð voru opnuð í verkið "Ráðhús Fjallabyggðar, utanhússviðgerðir", mánudaginn 28. maí sl.

    Eftirfarandi tilboð bárust:

    L7 ehf - 7.274.145 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.870.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. áfanga leikskólalóðarinnar á Siglufirði.

    Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:

    Árni Helgason ehf.
    Bás ehf.
    Magnús Þorgeirsson ehf.
    Smári ehf.
    Sölvi Sölvason.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Tekin fyrir fyrirspurn sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sendir fyrir hönd nokkurra nemenda á Ólafsfirði, um hvort hægt sé að taka aftur í notkun hjólabrettapall sem var á grunnskólalóðinni á Siglufirði og færa hann yfir á skólalóð grunnskólans í Ólafsfirði.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað var eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. vegna kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í Ólafsfirði. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.
    Í umsögn deildarstjóra eru tvær staðsetningar mögulegar og leggur hann til að ærslabelgurinn verði staðsettur við íþróttamiðstöðina.

    Bæjarráð þakkar framtakið og samþykkir að veita styrk til kaupa á ærslabelgnum og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins. Kostnaður færist á liðinn “Ýmis smáverk á framkvæmdaráætlun" í fjárhagsáætlun 2018.


    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Stýrihópur um heilsueflandi samfélag fékk styrk úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar til kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Styrkurinn nemur 1.750.000 kr. sem er kostnaðarverð við kaup á miðstærð. Áætlaður kostnaður við niðursetningu og frágang er um 500.000 kr. sem færður verður af liðnum " Ýmís smáverk á framkvæmdaráætlun" við fjárhagsáætlun 2018.

    Bæjarráð fagnar því að styrkur hafi verið veittur til verkefnisins og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Tekið fyrir erindi frá afmælisnefnd um aldarafmæli fullveldis Íslands. Nefndin hefur látið útbúa fána í tilefni af afmælinu og hvetur til almennrar notkunar á honum á afmælisárinu.

    Bæjarráð samþykkir að keyptir verði fjórir fánar, að upphæð kr. 12.480 og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Tekið fyrir erindi frá Norðurskógum, þar sem Fjallabyggð er tilkynnt um að í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar hafi félagið ákveðið að færa sveitarfélaginu að gjöf 100 tré af elri, ættuðum frá Alaska.

    Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf og felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árið 2017 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.

    Bæjarráð vísar málinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu þar sem sveitarstjórnir eru minntar á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem lúta að skyldum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um vegna umsóknar um rekstrarleyfi Rauðku ehf kt. 500807-1210 til veitingu veitinga, Gránugötu 19, 580 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.13 1806011 Fjallskil árið 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Bæjarstjóri lagði fram tillögu um skipan í starfshóp um búfjárhald.

    Lagt er til að starfshópurinn skipi Egill Rögnvaldsson formaður, Jakob Agnarsson og Kjartan Ólafsson.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar Leyningsáss ses. sem haldinn var 11. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 5. júní 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerð 46. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 31. maí sl. og fundargerð skólanefndar TÁT sem haldinn var 18. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 559. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018

Málsnúmer 1805013FVakta málsnúmer

  • 5.1 1805032 Stöðumat og kostnaðarskipting v. fjárhagsáætlunar TáT 2018
    Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018 Farið yfir stöðumat fjárhagsáætlunar fyrstu þrjá mánuði 2018. Raunstaða er í takt við áætlun tímabilsins. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.2 1803047 Foreldrakönnun TÁT 2018
    Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018 Foreldrakönnun var lögð fyrir alla foreldra nemenda í tónlistarskólanum í mars. 69 svör bárust, 37 úr Dalvíkurbyggð (59,5% í fullu námi) og 32 úr Fjallabyggð (53,1% í fullu námi). Almenn ánægja er með tónlistarkennsluna og er það í fyrsta sinn sem enginn merkir við frekar óánægður eða óánægður. 65,2% foreldra eru mjög ánægðir með þjónustuna. Almenn ánægja er með kennarana. 70% segja barninu alltaf líða vel í tónlistarskólanum.
    Niðurstöður eru birtar á heimasíðu tónlistarskólans.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 9. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.3 1805034 Starfsmannakönnun og starfsþróunarsamtöl TáT 2018
    Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018 Niðurstaða starfsmannakönnunar lögð fram til kynningar. Starfsmannakönnun TÁT kemur vel út. Svarhlutfall var 67%. Allir kennarar tónlistarskólans hafa farið í starfsþróunarsamtal. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.4 1805033 Hugmyndir fyrir næsta skólaár 2018-2019
    Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018 Hugmyndir fyrir næsta skólaár, að kennslu í skapandi tónlist og nýjungum í kennslu yngri barna, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.5 1803048 Ræstingarmál í TÁT
    Skólanefnd TÁT - 9. fundur - 15. maí 2018 Ræstingarmál tónlistarskólans eru í endurskoðun. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018

Málsnúmer 1805022FVakta málsnúmer

  • 6.1 1805108 Kostnaðarskipting launa við TÁT
    Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018 Í samningi um Tónlistarskólann á Tröllaskaga, milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsettur 25. ágúst 2016 er kveðið á um að kostnaðarskipting launa skuli miðast við íbúafjölda sveitarfélaganna 1. janúar ár hvert og fjölda kennslustunda skólans í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að endurskoða skiptaprósentu tvisvar á ári í stað einu sinni, þ.e. í febrúar og september, vegna breytileika í kennslustundafjölda milli anna innan skólaársins. Skólanefnd leggur til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðarráð Dalvíkurbyggðar að gerður verði viðauki við samninginn þar sem nánar er kveðið á um áðurgreinda þætti. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 10. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 6.2 1805110 Vistun málaskjala, fundargerða og boðun funda TÁT
    Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018 Um síðustu áramót færðist vistun málaskjala, fundargerða og boðun funda til stjórnsýslu Fjallabyggðar frá Dalvíkurbyggð. Málaskjöl og fundargerðir TÁT eru nú vistuð á tveimur stöðum svo ekki myndast samfella í málavistun hjá hvorugu sveitarfélaginu. Ákveðið að fela sviðsstjórum að kanna með hvaða hætti málavistun gagna TÁT er best fyrir komið. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 22. maí 2018

Málsnúmer 1805017FVakta málsnúmer

  • 7.1 1802027 Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 22. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

8.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 31. maí 2018

Málsnúmer 1805021FVakta málsnúmer

  • 8.1 1802027 Sveitastjórnarkosningar 2018
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 31. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018

Málsnúmer 1805004FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Undir þessum lið sat Daníela Jóhannsdóttir umsjónarmaður Neons.

    Daníela fór yfir starfið í vetur. Starfið hefur verið fjölbreytt og mæting með ágætum. Starfstími Neons var 22.september - 11 maí. Húsnæðismál háir starfsemi Neons, það er mjög mikilvægt að finna starfseminni framtíðar húsnæði. Nefndin þakkar Daníelu fyrir greinargóða kynningu og það góða starf sem hún hefur haldið úti í vetur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Skólastjóri kynnti fundarmönnum samstarfssamning grunnskólans og menntaskólans. Í samningnum er kveðið á um með hvaða hætti samstarf skólanna er um þá áfanga menntaskólans sem nemendur grunnskólans sækja. Bæði er um að ræða áfanga sem nemendur taka sem valáfanga í grunnskólanum og þá áfanga sem nemendur grunnskólans taka í framhaldi af loknum hæfniviðmiðum grunnskólans í einstaka námsgreinum. Mjög brýnt er að verklag og hlutverk hvorrar stofnunar séu skýr. Nefndin leggur til að samningur verði endurskoðaður að ári m.t.t. reynslu næsta skólaárs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Búið er að endurnýja íþróttaáhöld í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu Siglufirði. Þau íþróttaáhöld sem verið er að afleggja eru að miklu leyti frá miðri síðustu öld. Til að byrja með fara þau á sýningu í Pálshúsi. Að lokinni þeirri sýningu verða þau sett í geymslu þar til framtíðarstaður finnst fyrir áhöldin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Uppfærð umbótaáætlun vegna ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Hún hefur verið send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 9.5 1805063 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 9.7 1802075 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 9.8 1805073 Vinnuskóli 2018
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla sat undir þessum lið.

    Haukur fór yfir ráðningar á flokkstjórum og umhverfisstjórum fyrir sumarið. Skráning í vinnuskóla stendur yfir. Áætlað er að hafa smíðavöll í 4 vikur í sumar fyrir börn fædd á árunum 2005-2009. Smíðavöllurinn yrði fyrir hádegi í báðum byggðarkjörnum. Útfærsla og tímasetning verður nánar auglýstur síðar.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23. maí 2018 Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12 - 15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Lögð fram tillaga um að fyrirkomulagið verði til reynslu til 31.5.2019. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

    Afgreiðsla 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018

Málsnúmer 1805016FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 23. maí 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

    2018 Siglufjörður 4262 tonn í 430 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 235 tonn í 236 löndunum.

    2017 Siglufjörður 2528 tonn í 588 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 254 tonn í 274 löndunum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að farþegagjald á skemmtiferðaskipum hækki úr 1 evru í 1,25 evru og muni taka gildi 1. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Tilboð voru opnuð í verkið "Siglufjörður-Róaldsbryggja-þybbuklæðning" þriðjudaginn 22 maí. Eftirfarandi tilboð bárust:
    L7 ehf 7.490.000
    Berg ehf 4.415.000
    Kostnaðaráætlun 7.086.000

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Nú er búið að útbúa nýtt gámasvæði við grjótgarðinn hjá Óskarsbryggju. Enn eru gámar staðsettir við Óskarsbryggjuna sem þarf að færa á nýja svæðið við Öldubrjótinn.

    Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að senda leyfishöfum erindi þess efnis að gámarnir skuli fluttir á nýja gámasvæðið. Leyfishöfum verði gefin tveggja vikna frestur til að flytja gámana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Reynir Karlsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við Öldubrjótinn á Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Umhverfisstofnun hefur staðfest áætlun Fjallabyggðarhafna um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum, sbr. 6 gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

    Fulltrúi Umhverfisstofnunar mun verða við eftirlitsstörf í höfnum Fjallabyggðar 28 maí næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Lagt fram erindi frá Olíuverslun Íslands þar sem bent er á að mikið sandfok er af uppfyllingu norðan við Bæjarbryggju. Óskað er eftir að sett verði yfirlag á uppfyllinguna til þess að stöðva sandfok.

    Hafnarstjórn óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra óskar eftir samstarfi við hafnarvörð vegna skoðunar á öllum olíutönkum á hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna. Óskað er eftir upplýsingum um staðsetningu og rekstraraðila á viðkomandi olíugeymum.

    Hafnarstjón felur yfirhafnarverði að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 24. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar hafnarstjórnar staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

11.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 34. fundur - 25. maí 2018

Málsnúmer 1805020FVakta málsnúmer

  • 11.1 1802027 Sveitastjórnarkosningar 2018
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 34. fundur - 25. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar undirkjörstjórnar Ólafsfirði staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

12.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 34. fundur - 25. maí 2018

Málsnúmer 1805019FVakta málsnúmer

  • 12.1 1802027 Sveitastjórnarkosningar 2018
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 34. fundur - 25. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar undirkjörstjórnar Siglufirði staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.