Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018

Málsnúmer 1805012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 163. fundur - 06.06.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekin fyrir beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til þess að halda lokað útboð vegna utanhússviðgerðar á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Berg ehf.
    L7 ehf.
    GJ Smiðir ehf.
    Trésmíði ehf.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við fráveitu í Ólafsfirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

    Árni Helgason ehf. - 60.264.039 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 61.754.700 kr.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tilboð voru opnuð í endurnýjun á þaki tónlistarskólans á Siglufirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

    L7 ehf. - 8.987.500 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.125.000 kr.

    Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að semja við L7 ehf. um lækkun á tilboði.

    Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar til mars 2018. Reksturinn er í góðu jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir fyrstu fjóra mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar endurskoðunarskýrsla KMPG vegna gerðar ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2017 og fréttatilkynning sem send var út vegna ársreikningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekin fyrir tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar. Tilgangurinn með kerfinu er að utanumhald um innkomu á tjaldsvæðin í Fjallabyggð verði samræmt.

    Leitað var tilboða í kvittanahefti og merkimiða og hefur tilboð borist frá Tunnunni ehf og Ásprent ehf.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ásprents ehf.

    Þá leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála til að hlutdeild Fjallabyggðar í hreinlætiskostnaði vegna tjaldsvæðisins verði hækkuð en hún nemur nú 12% af kostnaði.

    Bæjarráð samþykkir að hlutdeildin verði hækkuð í 20%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Glæsi voru send félaginu. Gerð er athugasemd við styrkupphæð og óskað eftir því að hún verði hækkuð.

    Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Gnýfara voru send félaginu.

    Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni, f.h. Trölla.is. Fyrirtækið hyggst setja upp vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju og er spurt hvort Fjallabyggð hafi eitthvað við uppsetningu vélarinnar að athuga.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar skrá yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018. Alls eru 42 komur áætlaðar í sumar. Nú þegar hafa 20 komur verið bókaðar sumarið 2019.

    Hægt er að sjá yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á vefslóðinni:

    https://www.fjallabyggd.is/port

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri dagana 25.-28. september nk.
    Fjallabyggð á tvo fulltrúa á þinginu auk bæjarstjóra.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að bóka gistingu fyrir fulltrúa Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn var 11. maí sl., og samþykktur ársreikningur félagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • .14 1805030 Sorporkustöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Safna mætti sorpi saman í pressugámum og opnum gámum á lykilstöðum meðfram strönd Íslands og síðan yrði það flutt í eina stóra sorporkustöð, þar sem því yrði fargað og umbreytt í hita- og raforku.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu þar sem Fjallabyggð er boðin til kaups sýningarskrá sem útbúin hefur verið í tengslum við sýninguna "Húsin í bænum". Sýningin verður haldin í Bláa húsinu á Siglufirði þann 19. maí nk. Sýningarskráin kostar 2.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að kaupa 10 sýningarskrár, að upphæð 20.000 kr. sem færist af lið 21550-4913.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í framkvæmdir á árinu 2018 við að gera aðgengi betra að hringsjá á Álfhól, Siglufirði.

    Bæjarráð þakkar Viktoríu fyrir bréfið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • .17 1803077 Flugklasinn Air 66N
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og flugklasans Air66N var haldin 3. maí sl.

    Upptöku af ráðstefnunni má finna á vefslóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=q69egoTpzg0 og á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands www.northiceland.is.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Málþing um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra verður haldið á Hótel KEA á Akureyri þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Lagt fram til kynningar 6. fundur afmælisnefndar vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 556. fundar bæjarráðs staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.