Bæjarráð Fjallabyggðar

559. fundur 05. júní 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 17. apríl sl. var tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Er farið fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarútreikningum auk þess sem lögfræðiálit frá lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og lögfræðingi sveitarfélagsins liggja fyrir.

Að þeim álitum fengnum samþykkir bæjarráð að fæðispeningar verði leiðréttir fjögur ár aftur í tímann í samræmi við lög. Kostnaðurinn kr. 2.300.000 færist af lið 21600-1110 og 21600-1890.

2.Ráðhús Fjallabyggðar, utanhússviðgerðir

Málsnúmer 1805028Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkið "Ráðhús Fjallabyggðar, utanhússviðgerðir", mánudaginn 28. maí sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:

L7 ehf - 7.274.145 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.870.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.

3.Útboð leikskólalóð Leikskála 2. áfangi

Málsnúmer 1806001Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. áfanga leikskólalóðarinnar á Siglufirði.

Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:

Árni Helgason ehf.
Bás ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Smári ehf.
Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

4.Hjólabrettapallur - fyrirspurn

Málsnúmer 1805099Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fyrirspurn sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sendir fyrir hönd nokkurra nemenda á Ólafsfirði, um hvort hægt sé að taka aftur í notkun hjólabrettapall sem var á grunnskólalóðinni á Siglufirði og færa hann yfir á skólalóð grunnskólans í Ólafsfirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

5.Erindi frá Foreldrafélagi Leifturs

Málsnúmer 1805056Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað var eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. vegna kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í Ólafsfirði. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.
Í umsögn deildarstjóra eru tvær staðsetningar mögulegar og leggur hann til að ærslabelgurinn verði staðsettur við íþróttamiðstöðina.

Bæjarráð þakkar framtakið og samþykkir að veita styrk til kaupa á ærslabelgnum og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins. Kostnaður færist á liðinn “Ýmis smáverk á framkvæmdaráætlun" í fjárhagsáætlun 2018.


6.Styrkur Samfélags- og menningarsjóðs til kaupa á ærslabelg

Málsnúmer 1805112Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag fékk styrk úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar til kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Styrkurinn nemur 1.750.000 kr. sem er kostnaðarverð við kaup á miðstærð. Áætlaður kostnaður við niðursetningu og frágang er um 500.000 kr. sem færður verður af liðnum " Ýmís smáverk á framkvæmdaráætlun" við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð fagnar því að styrkur hafi verið veittur til verkefnisins og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.

7.Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Málsnúmer 1805085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá afmælisnefnd um aldarafmæli fullveldis Íslands. Nefndin hefur látið útbúa fána í tilefni af afmælinu og hvetur til almennrar notkunar á honum á afmælisárinu.

Bæjarráð samþykkir að keyptir verði fjórir fánar, að upphæð kr. 12.480 og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.

8.Gjöf til Fjallabyggðar vegna 100 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 1805090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurskógum, þar sem Fjallabyggð er tilkynnt um að í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar hafi félagið ákveðið að færa sveitarfélaginu að gjöf 100 tré af elri, ættuðum frá Alaska.

Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf og felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

9.Síldarminjasafn Íslands ses. ársreikningur 2017

Málsnúmer 1805094Vakta málsnúmer

Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árið 2017 lagður fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 622. mál til umsagnar

Málsnúmer 1805106Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.

Bæjarráð vísar málinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Málsnúmer 1806002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu þar sem sveitarstjórnir eru minntar á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem lúta að skyldum sveitarfélaga.

12.Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum

Málsnúmer 1806007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um vegna umsóknar um rekstrarleyfi Rauðku ehf kt. 500807-1210 til veitingu veitinga, Gránugötu 19, 580 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

13.Fjallskil árið 2018

Málsnúmer 1806011Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögu um skipan í starfshóp um búfjárhald.

Lagt er til að starfshópurinn skipi Egill Rögnvaldsson formaður, Jakob Agnarsson og Kjartan Ólafsson.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses - 2018

Málsnúmer 1805076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar Leyningsáss ses. sem haldinn var 11. maí sl.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. maí sl.

16.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð 46. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 31. maí sl. og fundargerð skólanefndar TÁT sem haldinn var 18. júní sl.

Fundi slitið - kl. 13:00.