Bæjarráð Fjallabyggðar

504. fundur 06. júní 2017 kl. 12:00 - 13:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Athugasemd Herhúsfélagsins vegna fyrirhugaðs deiliskipulags norðan Hafnarbryggju.

Málsnúmer 1701018Vakta málsnúmer

Hálfdán Sveinsson og Guðný Róbertsdóttir mættu á fundinn fyrir hönd Herhúsfélagsins.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Herhúsfélagsins að leita lausnar á málinu. Niðurstaðan verði lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar.

2.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020

Málsnúmer 1706014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að bjóða út snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð árin 2018-2020.
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar og biður um útfærslu fyrir næsta fund.

3.Samningur um loftmyndir og hæðarlínur af Fjallabyggð

Málsnúmer 1706004Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Loftmyndum dags. 1. júní 2017 um mögulegan samning um loftmyndir og hæðalínur af Fjallabyggð.
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2017

Málsnúmer 1704084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. maí 2017. Innborganir nema 375.668.238 kr. sem er 90,63% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 415.495.380. kr.

5.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1705008Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, varaformanns bæjarráðs og deildarstjóra félagsmáladeildar, þar sem undirritaðir leggja til við bæjarráð að Ríkey Sigurbjörnsdóttir verði ráðin sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur sem deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Ríkey hefur störf 1.ágúst nk.

6.Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hjartar Hjartarsonar, starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að samningur um skólaakstur við Hópferðabíla Akureyrar ehf. verði framlengdur um eitt ár í samræmi við 3 gr. samningsins og 7. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

7.Beiðni um afslátt á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1706016Vakta málsnúmer

Erindi frá eiganda Lindargötu 24 fastanr.213-0736 varðandi afslátt á B -gatnagerðargjöldum með vísun í tölvupóstsamskipti. Bæjarráð hefur ekki fengið þetta erindi fyrr til umfjöllunar og hafnar að gefa afslátt af gjöldunum.

8.Hólsá og Leyningsá veiðistjórnun/veiðivernd

Málsnúmer 1705084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Leyningsás ses. um uppbyggingu Hólsár. Lagt er til að á næstu þremur árum verði lögð áhersla á að stuðla að sjálfbærri nýtingu árinnar og að settar verði eftirfarandi reglur sem gildi til ársins 2020:

1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli á dag eru 3 fiskar.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðibók sem staðsett er við Hólsárbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsás.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Leyningsáss um nánari útfærslu.

9.Kirkjugarður á Siglufirði

Málsnúmer 1706002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sverri Páli Erlendssyni dags. 31. maí 2017 þar sem bréfritari lýsir slæmri umhirðu í kirkjugörðum á Siglufirði og fer þess á leit við Fjallabyggð að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum til þess að bæta megi úr.
Bæjarráð þakkar Sverri fyrir bréfið en bendir jafnframt á að umhirða kirkjugarðanna er alfarið á höndum sóknarnefndar.

10.Umsókn um verkefnastyrk

Málsnúmer 1706012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir umsókn um verkefnastyrk vegna Steckerlfisks frá Ingu Þórunni Waage.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga

Málsnúmer 1706013Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 2. júní 2017, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Bolla og bedda ehf. kt. 631293-2989 til sölu veitinga á Kaffi Klöru, Strandgötu 2, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.

12.Uppbygging innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi

Málsnúmer 1609026Vakta málsnúmer

Fjallabyggð hefur komið upp hæghleðslustöð við ráðhúsið. Deildarstjóra tæknideildar er falið að ræða við Íslenska gámafélagið og Vistorku og leggja fram umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð staðfestir sérstaklega lið númer 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er varðar niðurrif á húsi við Hverfisgötu 17, Siglufirði. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá deildarstjóra tæknideildar.

Fundi slitið - kl. 13:15.