Hólsá og Leyningsá veiðistjórnun/veiðivernd

Málsnúmer 1705084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Lagt fram erindi frá Leyningsás ses. um uppbyggingu Hólsár. Lagt er til að á næstu þremur árum verði lögð áhersla á að stuðla að sjálfbærri nýtingu árinnar og að settar verði eftirfarandi reglur sem gildi til ársins 2020:

1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli á dag eru 3 fiskar.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðibók sem staðsett er við Hólsárbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsás.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Leyningsáss um nánari útfærslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem fram kemur að kostnaður bæjarfélagsins verði smávægilegur í uppsetningu skilta og stöku eftirlitsferð bæjarverkstjóra.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindi Leyningsáss frá 26.maí 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna samþykktina fyrir Fiskistofu.