Málefni Fairytale at sea verðandi aðstöðu félagsins í Ólafsfirði

Málsnúmer 1705071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30.05.2017

Lagt fram erindi forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.

Bæjarráð felur hafnarstjóra að leggja fram minnisblað vegna málsins og frestar afgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.