Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30.05.2017

Lagðar fram til kynningar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglugerðarbreytingum til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og grein Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um opinber fjármál sem birtist í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, þann 18. maí 2017.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra um þau áhrif sem breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar munu hafa á Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Málinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Upplýsingar hafa ekki enn borist frá Lífeyrissjóðnum Brú. Málinu frestað þar til upplýsingar hafa borist.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 09.01.2018

Lögð fram drög lífeyrissjóðsins Brúar að uppgjöri lífeyrisskuldbindinga Fjallabyggðar vegna breytinga á A-deild Brúar.

Endanleg upphæð verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörið skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16.01.2018

Lagður er fram tölvupóstur Gerðar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúar Lífeyrissjóðs frá 4. janúar sl. er varðar uppgjör vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Hlutur Fjallabyggðar í uppgjöri vegna breytinga á A-deild Brúar er um 284 milljónir króna og skiptist þannig:
- 71.053.504 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar
- 192.123.927 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar
- 20.669.268 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar

Hlutur Fjallabyggðar vegna Hafnarsamlags Eyjafjarðar vegna breytinga á A deild Brúar er kr. 77.951.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

Hlutur Fjallabyggðar vegna Samþættingu skóla og félag utan Eyjafjarðar vegna breytinga á A-deild Brúar er kr. 79.534.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

Uppgjör við A-deild Brúar mun verða gjaldfært á árið 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð, verði samþykkt og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirrita samkomulagið þegar samþykkt bæjarstjórnar liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30.01.2018

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga er varðar lánsumsókn Fjallabyggðar og skammtímafjármögnun vegna fjármögnunar á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Stefnt er að því að allar umsóknir verði afgreiddar í lok febrúar.

Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ganga frá skammtímafjármögnun við Lánasjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 546. fundur - 13.03.2018

Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016. Sveitarfélögum ber nú að gera upp reiknaðan framtíðarhalla A-deildar Brúar lífeyrissjóðs með einskiptisgreiðslu en þessar skuldbindingar hafa ekki verið færðar til bókar í reikningum sveitarfélaga.