Bæjarráð Fjallabyggðar

492. fundur 14. mars 2017 kl. 08:00 - 09:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trilludagar 2017

Málsnúmer 1610072Vakta málsnúmer

Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Róbert og Linda fóru yfir skipulag Trilludaga sem verða haldnir síðustu helgina í júlí.

2.Krafa vegna framkvæmda við skólpdælustöð á lóð Síldarleitarinnar sf. Tjarnargötu 14-16

Málsnúmer 1612007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu vegna svars við kröfu Síldarleitarinnar sf.

3.Kröfuinnheimta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1702030Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við innheimtufyrirtækið Inkasso sem sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð til eins árs. Að þeim tíma loknum verður verkefnið boðið út að nýju.

4.Endurbygging Bæjarbryggju, þekja og lagnir

Málsnúmer 1701075Vakta málsnúmer

Tilboð í þekju og lagnir á Bæjarbryggju voru opnuð 7. mars. Eftirfarandi tilboð bárust:
BB byggingar ehf. 120.000.000
Bás ehf. 75.318.150
Sölvi Sölvason 107.880.994
GJ smiðir ehf. 94.964.153
Kostnaðaráætlun 99.356.320

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

5.Birding Iceland

Málsnúmer 1702077Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við skýrsluhöfunda vegna staðsetningar fuglaskoðunarturna.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 1702080Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar með tillögum að styrkhæfum verkefnum.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að sækja um styrk vegna merkinga á gönguleiðum í Fjallabyggð.

7.Ný reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum

Málsnúmer 1703033Vakta málsnúmer

Vakin er athygli á frétt mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsett 6. mars 2017 þar sem fjallað er um nýja reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.

8.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

Málsnúmer 1703028Vakta málsnúmer

Menntamálaráðuneytið leggur áherslu á að sveitastjórnir sjái til þess að framvegis fái allir nemendur þann lágmarks kennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og vísast í því sambandi til ákvæða 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólahaldi í grunnskólum.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar og óskar jafnframt eftir að deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningardeildar kalli eftir upplýsingum um stöðu mála í Grunnskóla Fjallabyggðar.

9.Vestfirska vorið - málþing

Málsnúmer 1703027Vakta málsnúmer

Fulltrúum sveitarfélagsins er boðið að taka þátt í málþingi sem ber heitið Vestfirska vorið en það verður haldið á Flateyri dagana 5. og 6. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Þakkarbréf til Fjallabyggðar

Málsnúmer 1703019Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf frá Blakfélagi Fjallabyggðar vegna Siglómótsins sem haldið var í febrúar, einnig ósk um að merkja búninga félagins með merki Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að heimila notkun á merki Fjallabyggðar á utanyfirbúningum félagsins.

11.Beiðni um samþykki sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Skagafjarðar til að laga forna reiðleið um Tröllaskaga

Málsnúmer 1703030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara þar sem óskað er eftir heimild til að fá að laga forna reiðleið um Tröllaskaga.
Bæjarráð lítur jákvætt á málið og vísar erindinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2017

Málsnúmer 1703031Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um aðalfund Lánasjóðs Sveitarfélaga vegna ársins 2016.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni og varaformanni bæjarráðs að sækja fundinn.

13.Málefni þjóðlenda - fundur 1. júní 2017

Málsnúmer 1703015Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um málefni þjóðlendna sem haldin verður 1.júní nk.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að sækja fundinn.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 106. mál til umsagnar

Málsnúmer 1703018Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Markaðs og menningarnefndar Fjallabyggðar sem haldin var 9.mars 2017.

Fundi slitið - kl. 09:15.