Krafa vegna framkvæmda við skólpdælustöð á lóð Síldarleitarinnar sf. Tjarnargötu 14-16

Málsnúmer 1612007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Bæjarráð bókar eftirfarandi:

Borist hefur tölvupóstur, dagsettur 2. desember 2016 frá Síldarleitinni sf., þar sem farið er fram á greiðslu vegna tjóns og rekstrartaps Síldarleitarinnar sf. vegna framkvæmda við skólpdælubrunn, sem dælir skólpi úr aðalræsi bæjarins 155 m út fyrir grjótvörnina.
Fullyrt er að allar framkvæmdir við fráveituna hafi verið án heimildar eða samþykkis lóðarleiguhafa.

Lóðarleiguhafa var gert viðvart löngu áður en framkvæmdir hófust og er Fjallabyggð í fullum rétti að staðsetja útrásarbrunninn þar sem hann er, en hann er 0.3 m inn á lóð Tjarnargötu 16. Rétt er að vitna í lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna lög nr. 9/2009 18.grein fyrri málsgrein, en þar segir:

"Skylt er landeigendum og lóðarhöfum að láta af hendi land, mannvirki og landsafnot og þola nauðsynlegar eignaskiptir vegna fráveituframkvæmda og lagna".

Ennfremur segir í samþykkt Fjallabyggðar um fráveitu og rotþrær 15. grein:

"Eigendum fasteigna er skylt að hlíta því að lagnir fráveitu sveitarfélagsins séu lagðar um lóðir þeirra eða lönd og fram fari nauðsynlegt viðhald og hreinsun. Fjallabyggð er skylt að halda raski í lágmarki og ganga snyrtilega um og færa allt til fyrra horfs eins og við verður komið".

Samkvæmt upplýsingum frá tæknideild Fjallabyggðar höfðu framkvæmdir við útrásina mjög lítil áhrif á rekstur gistiheimilisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar vísar öllum ásökunum á hendur bæjarfélagsins, sem fram koma í tölvupósti Síldarleitarinnar sf. alfarið á bug og hafnar kröfu fyrirtækisins.

Þá má benda á að fyrri útrás var staðsett örfáum metrum utan grjótvarnarinnar, en nú er skolpinu dælt í viðtaka 155 metra frá landi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 492. fundur - 14.03.2017

Lagt fram bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu vegna svars við kröfu Síldarleitarinnar sf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20.02.2018

Lagt fram til kynningar bréf frá Lögmannsstofunni Juris f.h. Síldarleitarinnar að Tjarnargötu 16.
Bæjarráð felur lögmanni sveitarfélagsins að svara bréfinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram til kynningar svarbréf frá Hjörleifi Kvaran hrl. fyrir hönd Fjallabyggðar til Síldarleitarinnar sf. vegna skólpdælustöðvar á og við lóð félagsins, dags. 20.3.2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Skipulagsstofnunnar dags. 7. febrúar 2019 vegna framkvæmda á skólpdælustöð á lóð Síldarleitarinnar sf, Tjarnargötu 14-16.