Ræsting í Leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1606055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 453. fundur - 05.07.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála varðandi fyrirkomulag ræstingar í leikskólum Fjallabyggðar.
Fyrirkomulagið hefur verið með sitt hvorum hættinum, í byggðakjörnunum, á Leikhólum sér starfsmaður á vegum bæjarfélagsins um ræstingu, en verktaki á Leikskálum.

Bæjarráð samþykkir að ræsting í leikskólunum verði boðin út og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að hafa umsjón með því.
Útboðsgögn verði lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 01.11.2016

Lögð fram útboðslýsing á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 2. janúar 2017 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.
Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 15. nóvember 2016.

Bæjarráð samþykkir útboðslýsingu með áorðnum breytingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, samþykkti bæjarráð útboðslýsingu á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
Reiknað var með að ræsting á grundvelli útboðsins hæfist 2. janúar 2017 og að gerður yrði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.

Tilboð voru opnuð 15. nóvember 2016.

Minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lagt fram.
Tvö tilboð bárust:
Sólrún Elíasdóttir bauð í ræstingu á Leikskálum Siglufirði.
Tómas Waagfjörð bauð í ræstingu bæði á Leikskálum Siglufirði og Leikhólum í Ólafsfirði. Við yfirferð á tilboði Tómasar reyndist það ekki vera gilt.
Lagt er til að tilboði Sólrúnar Elíasdóttur verði tekið og ræstingar vegna Leikhóla verði boðnar út aftur.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sólrúnar Elíasdóttur í ræstingar á Leikskálum, Siglufirði og að ræstingar vegna Leikhóla Ólafsfirði verði boðnar út aftur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22.12.2016

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10.01.2017

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

Á 481. fundi bæjarráðs 22. desember 2016, var afgreiðslu frestað.

Tilboð í ræstingu Leikhóla voru opnuð 19. desember kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Tómas Waagfjörð 9.045.813,-
Minný ehf 9.831.786,-

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda og að miðað sé við að ræsting hefjist 16. janúar 2016.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Á 482. fundi bæjarráðs, 10. janúar 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Tilboð í ræstingu Leikskála voru opnuð 20. janúar kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sólrún Elíasdóttir 23.112.885,-
Minný ehf 20.952.736,-

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda.