Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Hugsanleg sameining tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var tekin til umræðu, sjá fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 28. ágúst 2014.
Skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn og fór yfir samning sem gerður var um slíka nálgun á Eyjafjarðarsvæðinu milli þriggja sveitarfélaga.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24.11.2014

Fræðslu- og frístundanefnd mælir með að sameiginlegt skólahald tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar verði skoðað enda leiði að af sér aukna hagræðingu í rekstri fyrir bæði sveitarfélögin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 09.12.2014

Á fund bæjarráðs mætti skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson.

Til umræðu var m.a. akstursmál starfsmanna og framlenging á samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn, að uppfylltum ákveðnum atriðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Lagður fram framlengdur samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sem unnin var af Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð og Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um athugasemdir sem fram komu á fundinum í tengslum við úttektina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 06.06.2016

Lagt fram
Lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar unnin af Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð og Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð.
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem liggur að baki skýrslunni og styður að áfram verði unnið að sameiningu skólanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 453. fundur - 05.07.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, var lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð samþykkti þá að fela bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um athugasemdir sem fram komu á fundinum í tengslum við úttektina.

Bæjarstjóri kynnti bæjarráði stöðu málsins.
Fljótlega verður lögð fyrir bæjarráð tillaga að samstarfssamningi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Lögð fram drög að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónskóla.
Einnig lögð fram drög að gjaldskrá Tónskólans á Tröllaskaga skólaárið 2016-2017.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti samstarfssamning og gjaldskrá.

Kjósa þarf fimm manna skólanefnd sem samanstendur af þremur kjörnum fulltrúum sveitarfélagana, tveggja embættismanna og jafn margra varamanna. Skipan skólanefndar verður með þeim hætti að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð 2 fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2 fulltrúa.

Kosning í skólanefnd Tónskólans á Tröllaskaga verður á dagskrá næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 461. fundur - 18.08.2016

Í framhaldi af samþykkt 460. fundar bæjarráðs, 11. ágúst 2016, á samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónskóla, þarf að kjósa fimm manna skólanefnd sem samanstendur af þremur kjörnum fulltrúum sveitarfélagana, tveggja embættismanna og jafn margra varamanna. Skipan skólanefndar verður með þeim hætti að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð 2 fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2 fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjallabyggðar fyrsta starfsárið verði:
Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála,
Ríkharður Hólm Sigurðsson bæjarfulltrúi og
Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi

Til vara:
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Hilmar Elefsen bæjarfulltrúi og
Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Lagt fram
Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Farið var yfir samning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Skólinn mun hefja starfsemi í upphafi skólaárs haustið 2016. Markmið skólans er að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Gjaldskrár skólanna verða samræmdar nú í upphafi skólaárs 2016 - 2017. Samningurinn er til þriggja ára.
Magnús vék af fundi kl. 17:37

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Lögð fram 1. fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, frá 7. október 2016, sem er í 12 dagskrárliðum.
Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 7. október 2016, um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og frístundastyrki hjá Fjallabyggð og hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að samræma upphæðir.

Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé eftir stofnsamningi aðila um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og ítrekar að fjárhagsáætlun skólans þarf samþykki bæjar- og byggðaráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.

Tekin fyrir tillaga skólanefndar Tónskólans á Tröllaskaga að gjaldskrá skólans, skólaárið 2017-2018.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.