Bæjarráð Fjallabyggðar

452. fundur 28. júní 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1606023Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

2.Timburúrgangur við Óskarsbryggju Siglufirði

Málsnúmer 1606048Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Deildarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu mála.

Bæjarráð telur stöðu þessa máls algjörlega óviðunandi og felur deildarstjóra að gera Íslenska gámafélaginu grein fyrir afstöðu bæjarráðs.
Ef ekkert verður að gert í málinu strax, þá mælist bæjarráð til þess að timbrinu verði fargað á kostnað fyrirtækisins.

Deildarstjóra tæknideildar er falin afgreiðsla málsins.

3.Líkamsræktin Ólafsfirði - Viðbygging

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Á 446. fundi bæjarráðs, 24. maí 2016, var samþykkt að heimila útboð á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

Eitt tilboð barst frá GJ smiðum í stækkun líkamsræktar sem hljóðaði upp á 56.728.102,- kostnaðaráætlun er 45.072.935,-

Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við tilboðsgjafa á þeim nótum sem voru til umfjöllunar í bæjarráði.

4.Hólavegur 12 Siglufirði

Málsnúmer 1606012Vakta málsnúmer

Á 449. fundi bæjarráðs, 14. júní 2016, var samþykkt að auglýsa eign bæjarfélagsins, efri hæðina að Hólavegi 12 Siglufirði, til sölu.

Eitt tilboð hefur borist í eignina og samþykkir bæjarráð það.

5.Uppfærsla á fundar- og málakerfi bæjarfélagsins

Málsnúmer 1606051Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um uppfærslu á fundar- og málakerfi bæjarfélagsins.
Þar kemur einnig fram að skoða þurfi næstu skref í skjalastjórnunarmálum, er varða skjala- og málakerfi fyrir undirstofnanir bæjarfélagsins og rafræn skil til Þjóðskjalasafns.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í uppfærslu á fundar- og málakerfinu á þessu ári. Önnur atriði verði til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð.

6.Bætt aðgengi akandi umferðar að lóð við Óskarsgötu 7, Siglufirði

Málsnúmer 1606025Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson og Sigríður V. Vigfúsdóttir fulltrúi Primex ehf.

Á 201. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 14. júní 2016 var lagt fram erindi Primex ehf þar sem óskað var eftir betra aðgengi að lóð fyrirtækisins við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.
Nefndin gat ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem talið var að hún gengi á hagsmuni aðliggjandi lóðar.

134. fundur bæjarstjórnar, 22. júní 2016, samþykkti að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Fulltrúi Primex ehf. fylgdi úr hlaði bréfi til bæjarráðs, dagsett 23. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Á 201. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 14. júní 2016 var tekin fyrir ósk Rúnars Marteinssonar um að nefndin endurskoðaði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.
Nefndin hafnaði erindinu og stóð við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

134. fundur bæjarstjórnar, 22. júní 2016, samþykkti að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá umsækjanda dagsett 27. júní er varðar formsatriði á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leita lausnar á málinu með lóðarhafa.

8.Fasteignamat 2017

Málsnúmer 1606042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 14. júní 2016, um niðurstöðu endurmats fasteigna, sem tekur gildi 31. desember n.k.

Fram kemur að meðaltal hækkunar í Fjallabyggð er 6,9%.
10,9 á Siglufirði og 3,5% í Ólafsfirði.

9.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Lagt fram til kynningar bréf frá Síldarleitinni sf., dagsett 17. júní 2016, er varðar girðingu á lóð að Tjarnargötu 16 Siglufirði og mótmæli við því ef Fjallabyggð fjarlægi hana.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.

10.GIS-landupplýsingagögn yfir verndarsvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1606052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fulltrúa Landsvirkjunar, dagsett 23. júní 2016 er varðar samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Náttúrufræðistofnunar. Verkefnið fellst í því að safna saman landupplýsingum (GIS) um öll svæði sem hafa einhverja verndarstöðu, hvort sem þar liggja að baki lög um t.d. náttúruvernd eða skipulagslög eða annað slíkt í einn gagnagrunn.

Verið er að leita eftir rafrænum gögnum frá bæjarfélaginu sem sýna landfræðileg mörk fyrir vatnsverndar- og hverfisverndarsvæði, og náttúruverndarsvæði hjá hverju sveitarfélagi.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að afhenda umrædd gögn.

11.Ósk um samstarf - Ferðamálastofa

Málsnúmer 1606047Vakta málsnúmer

Í erindi Ferðamálastofu, dagsett 23. júní 2016 er óskað eftir samstarfi við bæjarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að eiga samstarf við Ferðamálastofnun um verkefnið.

12.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016

Málsnúmer 1606053Vakta málsnúmer

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2016. Alls bárust umsóknir um styrki til 205 verkefna frá 76 umsækjendum upp á rúmar 91 milljón króna. Ákveðið var að veita styrki til 203 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.681.000.

Fram kom í auglýsingu að áherslusvið sjóðsins að þessu sinni væru verkefni sem tengjast þróun kennsluhátta sem stuðla að fjölbreyttum námsaðferðum í lestri/stærðfræði, kennslu nemenda af erlendum uppruna og lífsleikni.
Í bréfi með niðurstöðu úthlutunar, dagsett 24. júní 2016 kemur fram að Grunnskóli Fjallabyggðar hlaut 108 þúsund í styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

13.Ársreikningur Eyþings 2015

Málsnúmer 1606049Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Eyþings fyrir árið 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu, sem var á dagskrá 282. fundar stjórnar Eyþings 27. júní 2016.

Fundi slitið.