Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016

Málsnúmer 1606053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 452. fundur - 28.06.2016

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2016. Alls bárust umsóknir um styrki til 205 verkefna frá 76 umsækjendum upp á rúmar 91 milljón króna. Ákveðið var að veita styrki til 203 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.681.000.

Fram kom í auglýsingu að áherslusvið sjóðsins að þessu sinni væru verkefni sem tengjast þróun kennsluhátta sem stuðla að fjölbreyttum námsaðferðum í lestri/stærðfræði, kennslu nemenda af erlendum uppruna og lífsleikni.
Í bréfi með niðurstöðu úthlutunar, dagsett 24. júní 2016 kemur fram að Grunnskóli Fjallabyggðar hlaut 108 þúsund í styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla.