GIS-landupplýsingagögn yfir verndarsvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1606052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 452. fundur - 28.06.2016

Lagt fram erindi frá fulltrúa Landsvirkjunar, dagsett 23. júní 2016 er varðar samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Náttúrufræðistofnunar. Verkefnið fellst í því að safna saman landupplýsingum (GIS) um öll svæði sem hafa einhverja verndarstöðu, hvort sem þar liggja að baki lög um t.d. náttúruvernd eða skipulagslög eða annað slíkt í einn gagnagrunn.

Verið er að leita eftir rafrænum gögnum frá bæjarfélaginu sem sýna landfræðileg mörk fyrir vatnsverndar- og hverfisverndarsvæði, og náttúruverndarsvæði hjá hverju sveitarfélagi.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að afhenda umrædd gögn.