Bætt aðgengi akandi umferðar að lóð við Óskarsgötu 7, Siglufirði

Málsnúmer 1606025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14.06.2016

Lagt fram erindi Primex þar sem óskað er eftir betra aðgengi að lóð sinni við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.

Nefndin getur ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem hún gengur á hagsmuni aðliggjandi lóðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 452. fundur - 28.06.2016

Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson og Sigríður V. Vigfúsdóttir fulltrúi Primex ehf.

Á 201. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 14. júní 2016 var lagt fram erindi Primex ehf þar sem óskað var eftir betra aðgengi að lóð fyrirtækisins við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.
Nefndin gat ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem talið var að hún gengi á hagsmuni aðliggjandi lóðar.

134. fundur bæjarstjórnar, 22. júní 2016, samþykkti að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Fulltrúi Primex ehf. fylgdi úr hlaði bréfi til bæjarráðs, dagsett 23. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.