Nýtt starf menningar-, atvinnu- og ferðamálafulltrúa

Málsnúmer 1603089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29.03.2016

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Á 437. fundi bæjarráðs, 21. mars 2016, var lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

Farið yfir drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starflýsingu með nokkrum breytinum, þ.m.t. að starfsheitið verði áfram markaðs- og menningarfulltrúi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að auglýsa starfið laust til umsóknar.