Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 1602015

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10.02.2016

Vísað til nefndar
UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Selfossi 16. - 18. mars nk. Yfirskrift hátíðarinnar er "Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi." Áætluð þátttaka er tveir frá hverju sveitarfélagi auk starfsmanns. Ungmennaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23.02.2016

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Á 12. fundi Ungmennaráðs, 10. febrúar 2016 var samþykkt að óska eftir því við bæjarráð að fá að senda tvo fulltrúa auk starfsmanns, á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem haldinn er á vegum Ungmennafélags Íslands á Selfossi 16. - 18. mars nk..

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu, frístunda- og menningarmála.
Þar kemur fram m.a. að um sé að ræða mjög gott tækifæri fyrir ungt fólk til að fræðast, upplifa og ekki síst að kynnast jafnöldrum sem eru að fást við sambærileg málefni í öðrum sveitarfélögum. Þetta sé vettvangur til að komast í kynni við ungt fólk vítt og breitt um landið. Mikið sé lagt upp úr virkri þátttöku á þessari ráðstefnu og er m.a. málstofur þar sem hin ýmsu málefni eru rædd.
Fram kemur að áætlaður kostnaður sé kr. 60.700.

Bæjarráð samþykkir erindið.
Kostnaður færist á 06030-4997

Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29.03.2016

Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum en ekki eingöngu þeim er varða ungmennin sjálf.

Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
Þátttakendur ráðstefnunnar voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heimasvæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf.

Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20.04.2016

Lagt fram
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag. Anna Día Baldvinsdóttir og Tinna Kristjánsdóttir frá ungmennaráði og Birgitta Þorsteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Neon sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Fjallabyggðar. Anna Día og Tinna sögðu frá ráðstefnunni sem var mjög fræðandi og skemmtileg. Þakka þær fyrir það tækifæri að fá að sækja ráðstefnuna.