Framtíðarhúsnæði Neon

Málsnúmer 1511003

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 04.11.2015

Íþrótta-og tómstundafulltrúi upplýsti fundarmenn um hvað hefði verið gert til að fá húsnæði fyrir félagsmiðstöð.
Fundarmenn voru sammála um að finna yrði framtíðarhúsnæði undir félagsmiðstöð og bentu á Listhúsið í Ólafsfirði sem er til sölu.
Þar væri komið framtíðarhúsnæði fyrir alla aldurshópa og þá yrði félagsmiðstöðin eingöngu í Ólafsfirði.
Nefndarmönnum finnst að það mætti kaupa leikjatölvur, spil og sófa.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 09.12.2015

Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að setja saman könnun á húsnæði Félagsmiðstöðvar í samráði við Ungmennaráð.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 11. fundur - 21.01.2016

Fundarmenn komu með spurningar til að setja í væntanlega könnun.
Umræður urðu um félagslífið í félagsmiðstöðinni og einnig kom fram að Haukur Orri er að fara á fund hjá Ungmennaráði UMFÍ á föstudag, en hann var valinn af umsækjendum víða af landinu. Enginn kostnaður verður af ferðum Hauks Orra á þessa fundi.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10.02.2016

Lagðar fram niðurstöður úr könnun Ungmennaráðs
Vísað til nefndar
Í tengslum við umræðu um framtíðarhúsnæði Neon var framkvæmd könnun á meðal nemenda í 8. - 10. bekk. þar sem spurt var út i húsnæðismál og skipulag starfseminnar í félagsmiðstöðinni. Svarhlutfall var 80,8%. Tæp 57% nemenda segja það skipta máli að félagsmiðstöðin sé bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Rúm 64% sækja félagsmiðstöðina nokkrum sinnu í viku á meðan rúm 5% segjast aldrei taka þátt í starfi Neon. 77,5% nemenda segja að ungmenni ráði miklu eða mjög miklu um starfsemi Neon. Einnig var spurt út í samgöngur á milli byggðarkjarna. Rúm 80% ungmenna telja að það megi vera fleiri rútuferðir á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Ungmennaráð leggur til við bæjarráð að fundin verði framtíðarlausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar þannig að hægt sé að starfrækja hana í báðum byggðarkjörnum. Ungmennaráð óskar eftir að fá að koma á fund bæjarráðs til að ræða um framtíðaráform á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar auk þess að ræða starfsemi ungmennaráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 01.03.2016

Fulltrúar ungmennaráðs, Haukur Orri Kristjánsson, Óskar Helgi Ingvason, Tinna Kristjánsdóttir og Anna Dís Baldvinsdóttir mættu á fund bæjarráðs ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristni J. Reimarssyni og íþrótta- og tómstundafulltrúa Hauki Sigurðssyni.

Til umræðu var framtíðarhúsnæði Neons.
Kynnt var niðurstaða könnunar ungmennaráðs sem m.a. gekk út á að fá fram sýn ungmenna á framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar auk þess að kanna starfið í félagsmiðstöðinni.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 14. fundur - 16.03.2017

Vandi núverandi leiguhúsnæða eins og Billans, er að það má engu breyta og ekkert gera vegna þess að þetta er einkahúsnæði. Það er því erfitt að aðlaga það húsnæði að félagsstarfi unglinga.
Eins varðandi það að vera í aðstöðu í vallarhúsi KF, þá gera unglingar sér grein fyrir hve slæmt þetta er fyrir knattspyrnufélagið að þurfa að færa til hluti, bikara og annað. Það húsnæði er líka einfaldlega of lítið.
Flest bæjarfélög á landinu, eins og til dæmis Dalvík, Sauðárkrókur og Akureyri búa þannig að æskulýðsstarfi að það hefur ákveðið húsnæði, sem er mótað og innréttað eftir þörfum þeirra, sem það nota.