Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017

Málsnúmer 1602083

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25.02.2016

Tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017, lagður fram. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 01.03.2016

Á 96. fundi félagsmálanefndar, 25. febrúar 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016 og 2017, verði samþykktur.

Bæjarráð samþykkir tillögu að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Samkvæmt samningi eru greiðslur 316 þúsund og styrkur á móti fasteignaskatti 236 þúsund.
Gert er ráð fyrir þessum samningi í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21.12.2017

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Félags eldri borgara í Ólafsfirði vegna samstarfssamnings um Hús eldri borgara.
Deildarstjóra falið að boða fulltrúa félagsins á næsta fund nefndarinnar.