Vatnsveður - skriðuföll - tjón - Siglufirði 28. og 29.08.2015

Málsnúmer 1508078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um tjón bæjarsjóðs vegna vatnstjóns á götum, fráveitukerfi, bílastæðum og gangstéttum, 28. og 29. ágúst s.l..

Bæjarstjóri mun gera bæjarráði grein fyrir kostnaði bæjarsjóðs við endurbætur og hreinsun, á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð harmar einhliða afstöðu Viðlagatryggingar Íslands, sem kemur fram í minnisblaði til bæjarstjórnar, dagsett 1. september 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir kostnaði við endurbætur og hreinsun.

Annars vegar er um viðurkenndan kostnað af Viðlagatryggingum Íslands, um 10 milljónir +vsk og hins vegar kostnaður sem eftir er að útkljá, um 26 milljónir +vsk, er varðar hreinsun á götum og lóðum, tjón við Hólaveg og Fossveg og settjarnir nyrst og syðst við snjóflóðavarnagarða í Siglufirði.

Beðið er eftir tillögum starfshóps forsætisráðuneytis og ákvörðun um aðkomu Ofanflóðasjóðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 08.12.2015

Lögð fram til kynningar matsgerðs Verkís sem unnin var að beiðni Viðlagatryggingar Íslands, varðandi tjón á fráveitu Fjallabyggðar 28. ágúst 2015.

Einnig lögð fram athugasemd deildarstjóra tæknideildar við texta í matsgerð.

Í matsgerð kemur fram að kostnaðarmat vegna hreinsunar og fleiri verkþátta sé rúmlega 9 milljónir kr.

Bæjarráð samþykkir matsgerðina, en bendir á athugasemd deildarstjóra tæknideildar.