Bæjarráð Fjallabyggðar

704. fundur 22. júlí 2021 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2101004Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar vinnuskjöl deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, vinnuskjölin sýna yfirlit yfir viðauka 1 til 18 við fjárhagsáætlun 2021.
Lagt fram

2.Starf tæknifulltrúa, afleysing

Málsnúmer 2106036Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstóra tæknideildar, í vinnuskjalinu kemur fram að enginn hafi sótt um tímabundna ráðningu skipulags- og tæknifulltrúa og leggur deildarstjóri til að samið verði við Teiknistofu arkitekta um að taka tímabundið að sér að vinna skipulagsvinnu og tengd verkefni á meðan skipulags- og tæknifulltrúi er í fæðingarorlofi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra að óska tilboða þriggja aðila í umrædda vinnu (tímagjald) og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð.

3.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2107009Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, í vinnuskjalinu er farið yfir niðurstöður verðkönnunar sem opnuð var þann 15. júlí sl. og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Bás ehf. kr. 4.924.800
Smári ehf. kr. 5.121.150
Sölvi Sölvason kr. 5.782.100
Kostnaðaráætlun kr. 5.508.500
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá verksamningi.

4.Endurnýjun timbur gönguleiðar við Tjörnina í Ólafsfirði

Málsnúmer 2107038Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, drög að verklýsingu, tilboðsskrá og form verksamnings. Í vinnuskjalinu fer deildarstjóri þess á leit að honum verði heimilað að framkvæma lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á timburgönguleið meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Trésmíði ehf., GJ smiðir ehf., Berg ehf. og L7 ehf..
Samþykkt
Bæjarráð heimilar deildarstjóra tæknideildar að framkvæma lokaða verðkönnun í samræmi við framlögð gögn.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2107044Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2107016Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

7.Slökkvilið - Aðgangur að sundstöðvum og líkamsrækt

Málsnúmer 2107020Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags 8. júlí. Í vinnuskjalinu er vísan til kjarsamningsákvæða þess efnis að, slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum skuli tryggður aðgangur að aðstöðu til að stunda líkamsrækt, til þjálfunar og viðhalds líkamlegu þreki sínu á almennum opnunartíma, lagt til að slökkviliðsstjóra verði heimilað að styrkja einstaka slökkviliðsmenn til þjálfunar á öðrum stað en í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins. Einnig er í framlögðu minnisblaði óskað eftir tilboði sveitarfélagsins í árskort fyrir hvern slökkviliðsmann í líkamsrækt og sund.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við því að heimila slökkviliðsstjóra að styrkja einstaka slökkviliðsmenn til þjálfunar á öðrum stað en í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins en samþykkir að veita slökkviliði Fjallabyggðar 50% afslátt af árskorti í líkamsrækt íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.

Samþykkt með tveimur atkvæðum, Jón Valgeir situr hjá.

8.HMS-úttekt á starfsemi Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2107032Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf Húsnæðis og mannvirkjastofnunar dags. 13. júlí 2021, ásamt fylgiskjölum og umsögn slökkviliðsstjóra. Með bréfinu er sveitarfélaginu kynnt úttekt stofnunarinnar á Slökkviliði Fjallabyggðar sem fram fór þann 8. júní sl. og óskað svars sveitarstjórnar með áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara framlögðu bréfi.

9.Útivist og umhverfi - Plöntun aspa

Málsnúmer 2107042Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur f.h. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar dags. 16. júlí 2021.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar umsagnar tæknideildar um þær óskir og tillögur sem fram koma í erindinu.
Fylgiskjöl:

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

11.Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 1910145Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 13. júlí 2021, umsögnin er unnin í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs á 702. fundi ráðsins. Í umsögn kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2021 til hátíðarhalda í tengslum við 75 ára afmælis Ólafsfjarðar og því sé erfitt að verða við erindi Markaðsstofunnar en lagt til að leitað verði eftir hugmyndum Markaðsstofu Ólafsfjarðar um svokallaða „pop up“ viðburði sem tengja mætti eða tileinka áðurnefndum tímamótum.
Synjað
Bæjarráð þakkar umsögnina og hafnar erindi því sem hér er til umræðu.

12.POP up viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2107043Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 19. júlí 2021. Vinnuskjalið er unnið í framhaldi af ákvörðun um að ekki yrðu haldnir Trilludagar 2021 og að ráðstafa skyldi hluta þess fjármagns til þess að styrkja litla viðburði sem væru til þess fallnir að gleðja og glæða líf og stemningu í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að „Pop Up“ viðburðum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram á grunni framlagðs minnisblaðs.

13.Uppgjör frestunar á staðgreiðslu

Málsnúmer 2103036Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar skjöl er varða yfirlit um greiðslur til sveitarfélaga vegna greiðslu á frestaðri staðgreiðslu í maí 2021, uppgjör er í samræmi við minnisblað sem sent var til sveitarfélaganna í mars 2021.
Lagt fram

14.Aðalfundur og ársreikningur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2021.

Málsnúmer 2105039Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar ásamt ársreikningi og tilhögun veiði félagsmanna.

15.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021.

Málsnúmer 2104081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 6. júlí 2021

16.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271

Málsnúmer 2107004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir : 1, 3, 4, 7, 8, 9, 10, 13 og 14.

Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Lagt fram
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu með framlögðum teikningum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem grenndarkynningin nær til skv. framlagðri loftmynd gefur þeim nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta, kost á því að tjá sig um tillöguna innan fjögurra vikna frá því að gögnin eru send út. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Nefndin heimilar framlagningu breytingartillögu á deiliskipulagi Leirutanga við Egilstanga 1. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Nefndin tekur jákvætt í erindið en áréttar að við hönnun hússins þarf að gæta að því að staðsetning húss er á hafnarsvæði og taka þarf tillit til þeirrar starfsemi sem þar fer fram og að hún verði ekki takmörkuð með neinum hætti. Með framhaldið er vísað í framlagt minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Erindi samþykkt og tæknideild falið að ganga frá samkomulagi um skil á lóðinni. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21. júlí 2021. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 09:00.