Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 1910145

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 05.11.2019

Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur og Þorsteins Ásgeirssonar fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Pálshúss, dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar vegna viðburða um verslunarmannahelgina 2020 vegna 75 ára kaupstaðarréttinda Ólafsfjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 702. fundur - 01.07.2021

Lagt er fram erindi Idu Semey f.h. Markaðsstofu Ólafsfjarðar dags. 25. júní 2021, efni erindis er að kanna hvort sveitarfélagið vilji styrkja viðburð á vegum Markaðsstofunnar og Pálshúss á viðlíka forsendum og voru uppi á síðasta ári þegar meiningin var að halda upp á 75 ára afmæli Ólafsfjarðar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 704. fundur - 22.07.2021

Lögð er fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 13. júlí 2021, umsögnin er unnin í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs á 702. fundi ráðsins. Í umsögn kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2021 til hátíðarhalda í tengslum við 75 ára afmælis Ólafsfjarðar og því sé erfitt að verða við erindi Markaðsstofunnar en lagt til að leitað verði eftir hugmyndum Markaðsstofu Ólafsfjarðar um svokallaða „pop up“ viðburði sem tengja mætti eða tileinka áðurnefndum tímamótum.
Synjað
Bæjarráð þakkar umsögnina og hafnar erindi því sem hér er til umræðu.