Sala á jörðinni Hreppsendaá-Ólafsfirði

Málsnúmer 1411067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 03.12.2014

Lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði.
Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.

Málinu frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11.12.2014

Tilkynning um aðilaskipti á jörðinni Hreppsendaá í Ólafsfirði lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 07.01.2015

Á fundi bæjarráðs þann 3.12.2014 var lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði. Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.
Málinu var þar frestað.

Sýslumaðurinn á Siglufirði fékk bréf frá Fjallabyggð 12. desember 2014, Nr. erindis 1411067 / IS
Þar kom fram m.a. að á 175. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 11. desember sl., var málið lagt fram til kynningar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember er afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Lagt fram til kynningar minnisblað lögmanns bæjarfélagsins um eignahald jarðarinnar.
Þar kemur m.a. fram að ef engum tekst að sýna fram á eignarheimild á 50% hluta jarðarinnar, sem upplýsingar vantar um, er íslenska ríkið eigandi þess eignarhluta skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.