Ósk um samþykki bæjarráðs til að nýta hjólaskóflu í stað traktorsgröfu við snjómokstur.

Málsnúmer 1501002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 07.01.2015

Í erindi Magnúsar Þorgeirssonar frá 5. janúar 2015, er óskað eftir því að fá að nýta hjólaskóflu í stað traktorsgröfu við snjómokstur þar sem hann telur að hún nýtist betur í sumum tilfellum.
Óskað er eftir að tæknideild fái að ákveða hvor vélin er kölluð út í mokstur.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna hvort gera megi breytingar á núgildandi samningi.