Siglufjörður, landnýtingartillögur, tangi og miðbær

Málsnúmer 1403070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 01.04.2014

Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag miðbæjar á Siglufirði og á Suðurtanga.
Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars 2014.
Framhaldsfundur samráðsnefndar er fyrirhugaður í apríl. 

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 05.05.2014

Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag Leirutanga á Siglufirði sunnan innri hafnarinnar.
Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars og 14. apríl 2014.
Þar kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir óbreyttri staðsetningu tjaldsvæðis við torgið á Siglufirði næstu tvö árin.
Bæjarstjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hugmyndir að friðlandi fugla, útivistar- og tjaldsvæði á Leirutanga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18.12.2014

Lögð fram til kynningar viðbótargögn við fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Fundargerð frá 16. janúar lögð fram til kynningar.