Bæjarráð Fjallabyggðar

695. fundur 11. maí 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til apríl 2021.
Lagt fram

2.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til apríl 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 413.980.523 eða 110,64% af tímabilsáætlun.
Lagt fram

3.Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar og viðbótarmenntun

Málsnúmer 2104056Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 29.04.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna nýliðunar í slökkvilið Fjallabyggðar. Auk þess sem fram kemur að skipaðir hafa verið varðstjórar, einn í hvorum byggðarkjarna og sækja þeir stjórnendanámskeið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nú í maí.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar samtals 6 slökkviliðsmenn, 3 í hvorum byggðarkjarna og vísar áætluðum kostnaði, vegna launa, menntunar og búnaðar, kr. 3.128.886 til viðauka nr.15/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókfærist á málaflokk 07210, lykil 2913 kr. 1.476.744.-, málaflokk 07210, lykill 4280 kr. 991.674.-, málaflokk 07210 lykil 1110 kr. 521.886.-, málaflokk 07210, lykil 1890 kr. 138.582.

Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að uppfæra brunavarnaráætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.

4.Trilludagar 2021

Málsnúmer 2104003Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 05.05.2021 í framhaldi af bókun 200. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar og samþykktar 692. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir umsögn deildarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa um möguleika þess að halda hátíðina Trilludaga, til dæmis síðar í sumar.

Í vinnuskjali kemur fram að fundað hafi verið með hlutaðeigandi aðilum hátíðarinnar, fulltrúum Kiwanis á Siglufirði og trillusjómanna.
Trilludagar er fjölskylduhátíð sem hefur vaxið gríðarlega milli ára. Hátíðin var haldin á Siglufirði, í fjórða sinn, þann 27. júlí 2019 og er talið að um 2.500 - 3.500 manns hafi lagt leið sína niður á höfn og notið þess sem í boði var.

Er það samdóma álit aðila að ekki sé forsvaranlegt að halda Trilludaga þann 24. júlí nk. nema öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt og 1-2 metra reglu hafi verið sleppt. Það er álit aðila að ekki sé forsvaranlegt að hefja undirbúning að svo stórri hátíð sem svo verði jafnvel á endanum aflýst.

Í vinnuskjali er óskað eftir heimild til þess að nýta hluta af áætluðu fjármagni í hátíðina til að undirbúa veglega hátíð sumarið 2022 með kaupum á fleiri björgunarvestum og veiðistöngum og áætlun gerð um að fjölga trillum. Einnig er lagt til að tækifæri verði gripin í sumar til að setja á „popp up“ viðburði fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti þegar vel viðrar og sóttvarnir leyfa s.s með lifandi tónlist, bryggjuballi og fleiru.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum þetta árið og að fjármunum sem ætlað var í hátíðina verði varið að hluta til undirbúnings Trilludaga árið 2022 og að tækifæri verði nýtt til að setja á „popp up“ viðburði eins og lagt er til í vinnuskjali.

5.Starfsstöð SSNE á Tröllaskaga.

Málsnúmer 2105027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 06.05.2021 er varðar starfsstöð SSNE á Tröllaskaga og samstarf við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og starfsstöð í Ólafsfirði og viðveruskyldu á Dalvík. Tillagan er að SSNE ráði starfsmann í 100% starfshlutfall og verður viðkomandi í 60% starfi hjá SSNE og 40% hjá sveitarfélögunum, 20% hjá Fjallabyggð og 20% hjá Dalvíkurbyggð. Sveitarfélögin leggja til skrifstofuaðstöðu, fundaraðstöðu og kaffistofu en SSNE leggur til nauðsynlegan tölvubúnað og síma auk þess að annast umsýslu og starfsmannahald. Áætlaður kostnaður sveitarfélags vegna launa er kr. 2.300.000.-
Samþykkt
Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021

Málsnúmer 2105016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Landskerfis bókasafna, dags. 04.05.2021 þar sem fram kemur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf verður haldinn 19. maí nk. kl. 14:30 í húsnæði Þjóðarbókhlöðunnar í Reykjavík.
Lagt fram

7.Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2101073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags, 04.05.2021 þar sem fram kemur að XXXVI. Landsþing sambandssins verður haldið 21. maí nk. Undirbúningur landsþings miðar að því að það verði haldið rafrænt en ef aðstæður leyfa verður landsþingið haldið á Grand hóteli í Reykjavík. Nánari upplýsingar um framkvæmd verður send út þegar nær dregur eða í síðasta lagi 10. maí.
Lagt fram

8.Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga

Málsnúmer 2101033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2021 er varðar samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun.
Lagt fram

9.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 14. tbl. Fréttabréfs SSNE.
Lagt fram

10.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi nefndarsviðs Alþingis, dags. 04.05.2021, er varðar drög að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ábendinum og athugasemdum er hægt að koma á framfæri fyrir 12. maí nk.
Lagt fram

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl sl.
Lagt fram

12.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021.

Málsnúmer 2104081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. maí sl.
Lagt fram

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
268. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 5. maí sl.
99. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 3. maí sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.