Starfsstöð SSNE á Tröllaskaga.

Málsnúmer 2105027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11.05.2021

Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 06.05.2021 er varðar starfsstöð SSNE á Tröllaskaga og samstarf við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og starfsstöð í Ólafsfirði og viðveruskyldu á Dalvík. Tillagan er að SSNE ráði starfsmann í 100% starfshlutfall og verður viðkomandi í 60% starfi hjá SSNE og 40% hjá sveitarfélögunum, 20% hjá Fjallabyggð og 20% hjá Dalvíkurbyggð. Sveitarfélögin leggja til skrifstofuaðstöðu, fundaraðstöðu og kaffistofu en SSNE leggur til nauðsynlegan tölvubúnað og síma auk þess að annast umsýslu og starfsmannahald. Áætlaður kostnaður sveitarfélags vegna launa er kr. 2.300.000.-
Samþykkt
Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.