Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga

Málsnúmer 2101033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19.01.2021

Lagt fram erindi Elíasar Péturssonar fh. stafræns ráðs sveitarfélaga, dags. 29.12.2020 er varðar tillögur til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra um þátttökukostnað sveitarfélaga vegna miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sinna á innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagnvart öllum sveitarfélögum á landinu. Kostnaðarhluti Fjallabyggðar er kr. 468.354 á árinu 2021 verði af stofnun teymisins.

Bæjarráð samþykkir greiðslu kr. 468.354 vegna miðlægs tækniteymis sambandsins, verði af stofnun þess. Kostnaði verður vísað til viðauka nr. 1/2021 við málaflokk 21730 og lykill 4390 við fjárhagsáætlun 2021 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11.05.2021

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2021 er varðar samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 702. fundur - 01.07.2021

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 25. júní 2021. Í tölvupóstinum er farið með almennum hætti yfir ýmis mál er varða þá stafrænu umbreytingu sem nánast öll sveitarfélög á landinu hafa samþykkt að taka þátt í undir hatti sambandsins. Einnig er upplýst að nú standi fyrir dyrum ákvarðanataka er varðar verkefni sem farið verði í og að ákvarðanatakan verði með þeim hætti að sveitarfélög velji að hámarki þrjár verkefnahugmyndir í fimm flokkum.
Vísað til umsagnar
Bæjarstjóra og deildarstjórum er falið að gera tillögu að verkefnum og kynna fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 705. fundur - 12.08.2021

Lögð er fram tillaga bæjarstjóra og deildarstjóra að stafrænum verkefnum sem Fjallabyggð mæli með í könnun í samræmi við tölvupóst Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 25. júní 2021. Tillagan er unnin í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs á 702. fundi ráðsins.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga.