Umsókn um styrk úr bæjarsjóði - Golfklúbbur Siglufjarðar

Málsnúmer 2010028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 690. fundur - 30.03.2021

Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna synjunar á umsókn um styrk úr bæjarsjóði. Einnig lagt fram undirritað svarbréf til Golfklúbbs Siglufjarðar um synjun styrks, dags. 15.01.2020.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar erindið en samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga er frestur til að óska eftir rökstuðningi liðinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 08.04.2021 þar sem endurtekin er ósk um rökstuðning fyrir synjun um styrk úr bæjarsjóði auk útskýringa á hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá styrk frá bænum.
Erindi svarað
Bæjarráð ítrekar afgreiðslu 690. fundar við erindi Golfklúbbs Siglufjarðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að bjóða forsvarsmönnum GKS að koma á fund til þess að fara almennt yfir rekstur og styrki til íþróttamála.